Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. október 2022 22:40 Jónatan Magnússon var sáttur við sína menn í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. „Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“ KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira
„Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“
KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira