Bjarni kann engar skýringar á fyndnum fagnaðarlátum Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 11:31 Bjarni Mark Antonsson er leikmaður Start í Noregi en hefur einnig spilað í Svíþjóð og með KA og Fjarðabyggð en er uppalinn hjá KS á Siglufirði. ikstart.no Óhætt er að segja að Siglfirðingurinn Bjarni Mark Antonsson hafi ekki ráðið sér fyrir kæti þegar lið hans Start skoraði dramatískt og afar mikilvægt sigurmark í norsku 1. deildinni í fótbolta. Bjarni hafði komið inn á sem varamaður í leiknum, sem var gegn KFUM á mánudag, en Start lenti 2-1 undir og þannig var staðan þegar tíu mínútur voru eftir. Start náði hins vegar að jafna metin og skora svo sigurmark á þriðju mínútu uppbótartíma. Það var þá sem myndband náðist af Bjarna fagna markinu en hann virtist ekkert vita hvert hann átti að fara eða hvað hann átti að gera. Enda deildi Bjarni þessu skemmtilega myndbandi á Twitter með orðunum: „Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu“. Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu https://t.co/V17GSeVDXN— Bjarni Mark Duffield (@bjarnimark) October 7, 2022 Sigurinn kom Start upp fyrir KFUM í 3. sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin komast upp í úrvalsdeild og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil. Bjarni og félagar eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik næsta mánudag, í fjórðu síðustu umferðinni, þegar þeir mæta Stabæk sem er í 2. sæti. Fimm stigum munar núna á liðunum. Bjarni, sem er 26 ára gamall, lék með KA og Fjarðabyggð hér á landi en hefur síðan spilað með Kristianstad og Brage í Svíþjóð, og nú Start í Noregi þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í 20 leikjum á tímabilinu. Hann á að baki tvo A-landsleiki, gegn El Salvador og Kanada í janúar 2020. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira
Bjarni hafði komið inn á sem varamaður í leiknum, sem var gegn KFUM á mánudag, en Start lenti 2-1 undir og þannig var staðan þegar tíu mínútur voru eftir. Start náði hins vegar að jafna metin og skora svo sigurmark á þriðju mínútu uppbótartíma. Það var þá sem myndband náðist af Bjarna fagna markinu en hann virtist ekkert vita hvert hann átti að fara eða hvað hann átti að gera. Enda deildi Bjarni þessu skemmtilega myndbandi á Twitter með orðunum: „Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu“. Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu https://t.co/V17GSeVDXN— Bjarni Mark Duffield (@bjarnimark) October 7, 2022 Sigurinn kom Start upp fyrir KFUM í 3. sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin komast upp í úrvalsdeild og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil. Bjarni og félagar eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik næsta mánudag, í fjórðu síðustu umferðinni, þegar þeir mæta Stabæk sem er í 2. sæti. Fimm stigum munar núna á liðunum. Bjarni, sem er 26 ára gamall, lék með KA og Fjarðabyggð hér á landi en hefur síðan spilað með Kristianstad og Brage í Svíþjóð, og nú Start í Noregi þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í 20 leikjum á tímabilinu. Hann á að baki tvo A-landsleiki, gegn El Salvador og Kanada í janúar 2020.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira