Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2022 11:44 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er sagður einangraður og er hættur að tala við ráðherra sína um ákvarðanir sínar. AP/Grigory Sysoyev Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. Lagt hefur verið til að yfirmenn hersins ættu að skjóta sig, vegna gengis þeirra í Úkraínu og þess hve illa hefur verið staðið að herkvaðningu í Rússlandi. Washington Post segir að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi nýlega verið gert grein fyrir því af leyniþjónustum Bandaríkjanna að maður í innsta hring Pútins hafi gagnrýnt innrásina við forsetann og það hvernig Pútín sjálfur hafi haldið á spöðunum varðandi hana. Einn heimildarmaður miðilsins segir að gagnrýni þessi hafi meðal annars snúið að því innrásin og stríðið hafi verið illa skipulagt og framkvæmt. Gagnrýna ekki sjálfan Pútín Þó gagnrýni varðandi innrásina hafi bersýnilega aukist í Rússlandi á undanförnum vikum, þar á meðal í ríkismiðlum Rússlands og vinsælum viðræðuþáttum, hefur gagnrýnin aldrei beinst gegn Pútín sjálfum, sem er sjötugur í dag. Sérfræðingar í setti sjónvarpsþátta og viðmælendur hafa forðast það alfarið að gagnrýna Pútín persónulega. Vladimir Solovyov, ein helsta málpípa Kreml, fóru hörðum orðum um leiðtoga hersins í þætti sínum í gærmorgun. The knives are well and truly out in Russia after recent retreats in UkraineThis morning Vladimir Solovyov had this to say to the military top brass"Do you think time is on our side? They've hugely increased their amount of weapons... But what have you done in that time?" pic.twitter.com/7zBnNl6mLY— Francis Scarr (@francis_scarr) October 6, 2022 Það sama ku vera upp á teningnum í innsta hring Pútins en ráðgjafar hans og bandamenn eru sagðir hafa forðast það lengi að færa honum slæmar fréttir. Einn heimildarmaður WP sem sagður er tilheyra leyniþjónustusamfélagi Vesturlanda, segir að frá því innrásin hófst hafi áhyggjur manna í innsta hring Pútins aukist og þær hafi aukist til muna á undanförnum vikum þegar Úkraínumenn byrjuðu að frelsa stór svæði lands þeirra. Annar sagði sífellt fleiri áhrifamikla Rússa átta sig á því að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ gengi ekki vel. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, viðurkenndi í samtali við Washington Post að heitar umræður hefðu átt sér stað milli æðstu ráðamanna Rússlands. Það væri þó eðlileg við aðstæður sem þessar. Þær snerust um innrásina og hagkerfið en hann þvertók fyrir að þær væru til marks um sundrung í innsta hring Pútíns. Hættur að ræða við ráðherra sína Rússneski miðillinn Meduza birti í morgun frétt þar sem því er meðal annars haldið fram að Pútín sé hættur að ræða ætlanir sínar við ráðherra sína. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum sínum að þetta hafi versnað á undanförnum árum og vísa þeir til faraldurs Covid. Sjá einnig: Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Þeir segja Pútín hafa einangrast vegna faraldursins og hafa byrjað að taka allar ákvarðanir í einrúmi. Þetta eigi sérstaklega við innrásina í Úkraínu og eru margir af æðstu embættismönnum ríkisins sagðir ekki hafa vitað af því að til stæði að gera innrás fyrr en hún var gerð. Pútín er sagður hafa lítinn sem engan áhuga á mögulegum friðarviðræðum og hafa færst nær hinum svokölluðu „haukum“ frá því innrásin hófst. Þeir vilja frekar gefa í en gefast upp, lýsa yfir stríði og fara í almenna herkvaðningu, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja heimildarmenn Meduza að aðilar í innsta hring forsetans hafi misst virðinguna fyrir honum en þeir óttist hann þó allir ennþá. Sagði ráðuneytinu að hætta að ljúga AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að Andrei Kartapolov, sem leiðir varnarmálanefnd neðri deildar rússneska þingsins, hafi sagt að forsvarsmenn hersins ættu að hætta að ljúga að þjóðinni. Vísaði hann til þess að í stöðuuppfærslum varnarmálaráðuneytisins er alltaf talað um gífurlegt mannfall meðal úkraínskra hermanna, án þess þó að nefna undanhald Rússa og mannfall meðal þeirra. „Fólkið veit. Þjóðin okkar er ekki heimsk,“ sagði Kartapolov við Solovyov, sem nefndur er hér ofar í greininni. Kartapolov sagði að ítrekaðar lygar ráðuneytisins myndu draga úr trúverðugleika þess. Russian MP Andrei Kartapolov, a former army general, says the Defence Ministry needs to stop lying in its daily updates on the war"People are far from stupid. They can see that they're not being told the truth" pic.twitter.com/xxz5hsp1gU— Francis Scarr (@francis_scarr) October 5, 2022 Átök í innsta hring Pútíns Ummerki fylkingamyndunar í innsta hring Pútins eru orðin sýnileg. Má þar helst benda til þess að Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, og Viktor Prigozhin, auðjöfur sem lengi hefur verið kallaður „Kokkur Pútins,“ hafa svo gott sem lýst yfir stríði við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og æðstu herforingja Rússlands. Kadyrov og Prigozhin hafa gagnrýnt forsvarsmenn hersins og sakað þá um að ljúga að Pútín. Sjá einnig: Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Samhliða því að gagnrýna Shoigu hefur Prigozhin, sem viðurkenndi nýverið að eiga málaliðafyrirtækið umdeilda Wagner Group, staðið í umfangsmikilli ímyndarherferð og verið mun meira sýnilegri en áður. Wagner Group er nánast eini angi rússneska hersins sem hefur náð einhverjum árangri í Úkraínu á undanförnum mánuðum, þó sá árangur við bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu sé verulega takmarkaður. Marat Gabidullin, sem starfaði áður sem leiðtogi hjá Wagner, sagði í samtali við blaðamenn Guardian að auðjöfurinn væri að reyna að stilla sér upp sem ötulum verjanda móðurlandsins. Hann hafi myndað atvinnumannaher á eigin kostnað, sem standi sig betur en rússneski herinn. Gabidullin segir mikla spennu hafa verið milli hersins og Wagner um langt skeið. Annar viðmælandi Guardian sem starfaði með bæði Shoigu og Prigozhin segir þá lengi hafa átt í deilum. Þær hafi byrjað árið 2014, þegar Wagner Group var stofnað til að aðstoða aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem nutu stuðnings og tóku skipanir frá Kreml, og Rússar innlimuðu Krímskaga. Shoigu er sagður hafa rift feitum samningum sem Prigozhin hafði gert við rússneska herinn og heimildarmaður Guardian segir auðjöfurinn í hefndarhug. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06 Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20 Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21 Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Lagt hefur verið til að yfirmenn hersins ættu að skjóta sig, vegna gengis þeirra í Úkraínu og þess hve illa hefur verið staðið að herkvaðningu í Rússlandi. Washington Post segir að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi nýlega verið gert grein fyrir því af leyniþjónustum Bandaríkjanna að maður í innsta hring Pútins hafi gagnrýnt innrásina við forsetann og það hvernig Pútín sjálfur hafi haldið á spöðunum varðandi hana. Einn heimildarmaður miðilsins segir að gagnrýni þessi hafi meðal annars snúið að því innrásin og stríðið hafi verið illa skipulagt og framkvæmt. Gagnrýna ekki sjálfan Pútín Þó gagnrýni varðandi innrásina hafi bersýnilega aukist í Rússlandi á undanförnum vikum, þar á meðal í ríkismiðlum Rússlands og vinsælum viðræðuþáttum, hefur gagnrýnin aldrei beinst gegn Pútín sjálfum, sem er sjötugur í dag. Sérfræðingar í setti sjónvarpsþátta og viðmælendur hafa forðast það alfarið að gagnrýna Pútín persónulega. Vladimir Solovyov, ein helsta málpípa Kreml, fóru hörðum orðum um leiðtoga hersins í þætti sínum í gærmorgun. The knives are well and truly out in Russia after recent retreats in UkraineThis morning Vladimir Solovyov had this to say to the military top brass"Do you think time is on our side? They've hugely increased their amount of weapons... But what have you done in that time?" pic.twitter.com/7zBnNl6mLY— Francis Scarr (@francis_scarr) October 6, 2022 Það sama ku vera upp á teningnum í innsta hring Pútins en ráðgjafar hans og bandamenn eru sagðir hafa forðast það lengi að færa honum slæmar fréttir. Einn heimildarmaður WP sem sagður er tilheyra leyniþjónustusamfélagi Vesturlanda, segir að frá því innrásin hófst hafi áhyggjur manna í innsta hring Pútins aukist og þær hafi aukist til muna á undanförnum vikum þegar Úkraínumenn byrjuðu að frelsa stór svæði lands þeirra. Annar sagði sífellt fleiri áhrifamikla Rússa átta sig á því að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ gengi ekki vel. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, viðurkenndi í samtali við Washington Post að heitar umræður hefðu átt sér stað milli æðstu ráðamanna Rússlands. Það væri þó eðlileg við aðstæður sem þessar. Þær snerust um innrásina og hagkerfið en hann þvertók fyrir að þær væru til marks um sundrung í innsta hring Pútíns. Hættur að ræða við ráðherra sína Rússneski miðillinn Meduza birti í morgun frétt þar sem því er meðal annars haldið fram að Pútín sé hættur að ræða ætlanir sínar við ráðherra sína. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum sínum að þetta hafi versnað á undanförnum árum og vísa þeir til faraldurs Covid. Sjá einnig: Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Þeir segja Pútín hafa einangrast vegna faraldursins og hafa byrjað að taka allar ákvarðanir í einrúmi. Þetta eigi sérstaklega við innrásina í Úkraínu og eru margir af æðstu embættismönnum ríkisins sagðir ekki hafa vitað af því að til stæði að gera innrás fyrr en hún var gerð. Pútín er sagður hafa lítinn sem engan áhuga á mögulegum friðarviðræðum og hafa færst nær hinum svokölluðu „haukum“ frá því innrásin hófst. Þeir vilja frekar gefa í en gefast upp, lýsa yfir stríði og fara í almenna herkvaðningu, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja heimildarmenn Meduza að aðilar í innsta hring forsetans hafi misst virðinguna fyrir honum en þeir óttist hann þó allir ennþá. Sagði ráðuneytinu að hætta að ljúga AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að Andrei Kartapolov, sem leiðir varnarmálanefnd neðri deildar rússneska þingsins, hafi sagt að forsvarsmenn hersins ættu að hætta að ljúga að þjóðinni. Vísaði hann til þess að í stöðuuppfærslum varnarmálaráðuneytisins er alltaf talað um gífurlegt mannfall meðal úkraínskra hermanna, án þess þó að nefna undanhald Rússa og mannfall meðal þeirra. „Fólkið veit. Þjóðin okkar er ekki heimsk,“ sagði Kartapolov við Solovyov, sem nefndur er hér ofar í greininni. Kartapolov sagði að ítrekaðar lygar ráðuneytisins myndu draga úr trúverðugleika þess. Russian MP Andrei Kartapolov, a former army general, says the Defence Ministry needs to stop lying in its daily updates on the war"People are far from stupid. They can see that they're not being told the truth" pic.twitter.com/xxz5hsp1gU— Francis Scarr (@francis_scarr) October 5, 2022 Átök í innsta hring Pútíns Ummerki fylkingamyndunar í innsta hring Pútins eru orðin sýnileg. Má þar helst benda til þess að Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, og Viktor Prigozhin, auðjöfur sem lengi hefur verið kallaður „Kokkur Pútins,“ hafa svo gott sem lýst yfir stríði við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og æðstu herforingja Rússlands. Kadyrov og Prigozhin hafa gagnrýnt forsvarsmenn hersins og sakað þá um að ljúga að Pútín. Sjá einnig: Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Samhliða því að gagnrýna Shoigu hefur Prigozhin, sem viðurkenndi nýverið að eiga málaliðafyrirtækið umdeilda Wagner Group, staðið í umfangsmikilli ímyndarherferð og verið mun meira sýnilegri en áður. Wagner Group er nánast eini angi rússneska hersins sem hefur náð einhverjum árangri í Úkraínu á undanförnum mánuðum, þó sá árangur við bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu sé verulega takmarkaður. Marat Gabidullin, sem starfaði áður sem leiðtogi hjá Wagner, sagði í samtali við blaðamenn Guardian að auðjöfurinn væri að reyna að stilla sér upp sem ötulum verjanda móðurlandsins. Hann hafi myndað atvinnumannaher á eigin kostnað, sem standi sig betur en rússneski herinn. Gabidullin segir mikla spennu hafa verið milli hersins og Wagner um langt skeið. Annar viðmælandi Guardian sem starfaði með bæði Shoigu og Prigozhin segir þá lengi hafa átt í deilum. Þær hafi byrjað árið 2014, þegar Wagner Group var stofnað til að aðstoða aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem nutu stuðnings og tóku skipanir frá Kreml, og Rússar innlimuðu Krímskaga. Shoigu er sagður hafa rift feitum samningum sem Prigozhin hafði gert við rússneska herinn og heimildarmaður Guardian segir auðjöfurinn í hefndarhug.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06 Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20 Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21 Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06
Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20
Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21
Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38