Dzeko kom Inter yfir með marki fyrsta marki leiksins rétt fyrir leikhlé eftir undirbúning Denzel Dumfries á 44. mínútu.
Davide Frattesi jafnaði leikinn fyrir Sassuolo á 60. mínútu áður en Dzeko skoraði öðru sinni, sigurmarkið á 75. mínútu.
Með sigrinum fer Inter upp fyrir Juventus í 7. sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Sassuolo situr hins vegar eftir í 9. sæti með 12 stig eftir jafn marga leiki.