Óskar Hrafn: Verðum að halda einbeitingu 8. október 2022 17:57 Óskar Hrafn var með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 2-1 útisigri gegn KA í dag. Hann fór um víðan völl í viðtali við blaðamann. „Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Sjá meira
„Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Sjá meira