Verstappen heimsmeistari eftir sigur í Japan Atli Arason skrifar 9. október 2022 10:00 Max Verstappen er heimsmeistari annað árið í röð. Getty Images Max Verstappen, ökuþór Red Bull, tyggði sér núna í morgun sinn annan heimsmeistaratitill í röð eftir að hafa unnið japanska kappaksturinn. Keppni í Japan var ekki kláruð að fullu en aðeins 29 af 53 hringum voru kláraðir vegna úrhellis rigningar. Um tíma var smá rekistefna hvort Verstappen væri orðinn heimsmeistari vegna flókna útreikninga. Ökuþór sem vinnur kappakstur fær 25 stig fyrir sigurinn en vegna þess að keppni var ekki kláruð í Japan töldu einhverjir að Verstappen myndi einungis fá 19 stig. Nálgun mótshaldara í Japan að reglubókinni var þó sú að Verstappen skildi fá öll 25 stigin fyrir sigurinn. Charles Leclerc hjá Ferrari var sá eini sem gat mögulega náð stigafjölda Verstappen en Verstappen var með 104 stiga forskot á Leclerc og þurfti einungis átta stig í viðbót til að verða heimsmeistari. Leclerc endaði japanska kappaksturinn í öðru sæti en fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að keyra utan brautar á lokahringnum. Leclerc endaði því kappaksturinn í 3. sæti og fékk 15 stig í heildarkeppni ökuþóra í stað þeirra 18 sem 2. sætið gefur. Sergio Perez tók þess í stað í 2. sæti. Sigur Verstappen er því umdeildur, ekkert svo ósvipað sigri Verstappen á síðasta keppnistímabili þegar Verstappen vann heimsmeistaratitilinn á lokahring síðasta kappakstursins eftir jafna keppni við Lewis Hamilton. Keppnisstjóri Formúlu 1 var rekinn í kjölfarið. Heimsmeistaratitilinn var samt nánast kominn í hendur Verstappen fyrir kappaksturinn í Japan í nótt. Verstappen er með 366 stig í heildar stigakeppni ökuþóra, með 113 og 114 stiga forskot á þá Sergio Perez og Charles Leclarc þegar aðeins 100 stig eru eftir í pottinum í síðustu fjórum keppnum tímabilsins. Akstursíþróttir Japan Holland Tengdar fréttir Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. 17. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Keppni í Japan var ekki kláruð að fullu en aðeins 29 af 53 hringum voru kláraðir vegna úrhellis rigningar. Um tíma var smá rekistefna hvort Verstappen væri orðinn heimsmeistari vegna flókna útreikninga. Ökuþór sem vinnur kappakstur fær 25 stig fyrir sigurinn en vegna þess að keppni var ekki kláruð í Japan töldu einhverjir að Verstappen myndi einungis fá 19 stig. Nálgun mótshaldara í Japan að reglubókinni var þó sú að Verstappen skildi fá öll 25 stigin fyrir sigurinn. Charles Leclerc hjá Ferrari var sá eini sem gat mögulega náð stigafjölda Verstappen en Verstappen var með 104 stiga forskot á Leclerc og þurfti einungis átta stig í viðbót til að verða heimsmeistari. Leclerc endaði japanska kappaksturinn í öðru sæti en fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að keyra utan brautar á lokahringnum. Leclerc endaði því kappaksturinn í 3. sæti og fékk 15 stig í heildarkeppni ökuþóra í stað þeirra 18 sem 2. sætið gefur. Sergio Perez tók þess í stað í 2. sæti. Sigur Verstappen er því umdeildur, ekkert svo ósvipað sigri Verstappen á síðasta keppnistímabili þegar Verstappen vann heimsmeistaratitilinn á lokahring síðasta kappakstursins eftir jafna keppni við Lewis Hamilton. Keppnisstjóri Formúlu 1 var rekinn í kjölfarið. Heimsmeistaratitilinn var samt nánast kominn í hendur Verstappen fyrir kappaksturinn í Japan í nótt. Verstappen er með 366 stig í heildar stigakeppni ökuþóra, með 113 og 114 stiga forskot á þá Sergio Perez og Charles Leclarc þegar aðeins 100 stig eru eftir í pottinum í síðustu fjórum keppnum tímabilsins.
Akstursíþróttir Japan Holland Tengdar fréttir Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. 17. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. 17. febrúar 2022 14:00