Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 20:55 Maðurinn sem skaut hestinn leigði herbergi hjá feðgunum. Arnar Kjærnested Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira