Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 20:55 Maðurinn sem skaut hestinn leigði herbergi hjá feðgunum. Arnar Kjærnested Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira