Í kvöld fengu Börsungar heimsókn frá Vigo þar sem Celta var í heimsókn á Nývangi.
Ungstirnið Pedri sá um að ná forystunni fyrir Barcelona strax á sautjándu mínútu en það reyndist eina mark leiksins.
Börsungar voru meira með boltann það sem eftir lifði leiks án þess þó að ógna marki gestanna að verulegu leyti.
Með sigrinum endurheimti Barcelona toppsæti deildarinnar en þeir hafa jafnmörg stig og Real Madrid en eru með markatöluna 20-1 á meðan Madridingar eru með markatöluna 19-7.