„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2022 07:50 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. AP Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. Þetta segir Vólódímír Selenskí í færslu á Telegram í morgun, en sprengjuárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og að minnsta kosti tíu úkraínskar borgir til viðbótar í morgun. BBC segir frá því að átta manns hið minnsta hafi látið lífið og 24 særst í sprengjuárásunum á Kænugarð í morgun. Meduza segir að fimm sprengingar hafi heyrst í Kænugarði í morgun og hafi svartan reyk lagt frá nokkrum byggingum. Íbúar Kænugarðs njóta aðhlynningar eftir árásir morgunsins.AP Þá segir Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að ráðist hafi verið á „mikilvæga innviði“ í höfuðborginni og að ein sprengjuárásin beinst að leikvelli í miðborginni. Íbúar Kænugarðs hafa verið hvattir til að leita skjóls í varnarbyrgjum, meðal annars neðanjarðarlestarstöðvum, en búið er að stöðva umferð um „rauðu neðanjarðarlestarlínuna“. Loftvarnarflautur hafa ómað víðs vegar um Úkraínu í morgun, en fréttir hafa borist af sprengjuárásum meðal annars í borgunum Kharkív, Zhytomyr, Khmelnitsky, Dnipro, Ternopil og Lviv í vesturhluta Úkraínu. Talið er að Rússar séu með árásunum að bregðast við árásinni á Kerch-brúna um helgina, en brúin tengir meginland Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst árásinni á brúna sem „hryðjuverki“. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar á úkraínsku borgirnar í morgun.
Þetta segir Vólódímír Selenskí í færslu á Telegram í morgun, en sprengjuárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og að minnsta kosti tíu úkraínskar borgir til viðbótar í morgun. BBC segir frá því að átta manns hið minnsta hafi látið lífið og 24 særst í sprengjuárásunum á Kænugarð í morgun. Meduza segir að fimm sprengingar hafi heyrst í Kænugarði í morgun og hafi svartan reyk lagt frá nokkrum byggingum. Íbúar Kænugarðs njóta aðhlynningar eftir árásir morgunsins.AP Þá segir Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að ráðist hafi verið á „mikilvæga innviði“ í höfuðborginni og að ein sprengjuárásin beinst að leikvelli í miðborginni. Íbúar Kænugarðs hafa verið hvattir til að leita skjóls í varnarbyrgjum, meðal annars neðanjarðarlestarstöðvum, en búið er að stöðva umferð um „rauðu neðanjarðarlestarlínuna“. Loftvarnarflautur hafa ómað víðs vegar um Úkraínu í morgun, en fréttir hafa borist af sprengjuárásum meðal annars í borgunum Kharkív, Zhytomyr, Khmelnitsky, Dnipro, Ternopil og Lviv í vesturhluta Úkraínu. Talið er að Rússar séu með árásunum að bregðast við árásinni á Kerch-brúna um helgina, en brúin tengir meginland Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst árásinni á brúna sem „hryðjuverki“. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar á úkraínsku borgirnar í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar í hjarta Kænugarðs og víðar um Úkraínu Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Sprengingar í hjarta Kænugarðs og víðar um Úkraínu Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. 10. október 2022 06:35