Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig Einar Kárason skrifar 10. október 2022 18:00 Hermann var ánægður í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári. Eyjamenn hafa verið að gera góða hluti á heimavelli í síðustu leikjum. Þeir töpuðu síðast á Hásteinsvelli þann 15.júní í sumar og hafa leikið átta leiki heima í Eyjum án þess að tapa. „Við erum búnir að vera sterkir hérna frá miðju sumri, alveg gríðarlega sterkir. Við erum búnir að búa til ákveðið vígi hér, við vitum alveg hvað við ætlum að gera hér á Hásteinsvelli.“ „Það er búinn að vera ofboðslegur kraftur í liðinu og sérstaklega í fyrri hálfleik hér í dag, það var frábær hálfleikur sem lagði grunninn að þessu.“ Eyjamenn leiddu 2-0 í hálfleik í dag og voru að leika virkilega vel á köflum fyrir hlé. Eftir hálfleikspásuna voru það hins vegar Keflvíkingar sem tóku yfir og sóttu án afláts í lokin. „Þetta var karakter í seinni hálfleik, við vorum skrefinu á eftir og það vantaði aðeins upp á sömu læti og í fyrri hálfleik. Að landa þessu er það sem þetta snýst um, annar leikurinn í röð þar sem við löndum sigri og berjumst alveg með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Karakterinn í klefanum náði í þessi stig og við áttum þetta skilið.“ Eyjamenn þurfti að gera breytingu á sínu liði skömmu fyrir upphafsflaut í dag. Guðjón Orri Sigurjónsson, sem átti að vera í markinu, meiddist og inn í hans stað kom Jón Kristinn Elíasson. „Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur.“ Eyjaliðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir af þessari úrslitakeppni Bestu deildarinnar. „Seinni hluta mótsins hefur í heildina verið kraftur í okkur, góður taktur, stemmning og sjálfstraust. Við ætlum að keyra á þetta út þessa þrjá leiki. Okkur langar í níu stig í viðbót, það er alveg öruggt.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Eyjamenn hafa verið að gera góða hluti á heimavelli í síðustu leikjum. Þeir töpuðu síðast á Hásteinsvelli þann 15.júní í sumar og hafa leikið átta leiki heima í Eyjum án þess að tapa. „Við erum búnir að vera sterkir hérna frá miðju sumri, alveg gríðarlega sterkir. Við erum búnir að búa til ákveðið vígi hér, við vitum alveg hvað við ætlum að gera hér á Hásteinsvelli.“ „Það er búinn að vera ofboðslegur kraftur í liðinu og sérstaklega í fyrri hálfleik hér í dag, það var frábær hálfleikur sem lagði grunninn að þessu.“ Eyjamenn leiddu 2-0 í hálfleik í dag og voru að leika virkilega vel á köflum fyrir hlé. Eftir hálfleikspásuna voru það hins vegar Keflvíkingar sem tóku yfir og sóttu án afláts í lokin. „Þetta var karakter í seinni hálfleik, við vorum skrefinu á eftir og það vantaði aðeins upp á sömu læti og í fyrri hálfleik. Að landa þessu er það sem þetta snýst um, annar leikurinn í röð þar sem við löndum sigri og berjumst alveg með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Karakterinn í klefanum náði í þessi stig og við áttum þetta skilið.“ Eyjamenn þurfti að gera breytingu á sínu liði skömmu fyrir upphafsflaut í dag. Guðjón Orri Sigurjónsson, sem átti að vera í markinu, meiddist og inn í hans stað kom Jón Kristinn Elíasson. „Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur.“ Eyjaliðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir af þessari úrslitakeppni Bestu deildarinnar. „Seinni hluta mótsins hefur í heildina verið kraftur í okkur, góður taktur, stemmning og sjálfstraust. Við ætlum að keyra á þetta út þessa þrjá leiki. Okkur langar í níu stig í viðbót, það er alveg öruggt.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39