Þrettán leikir búnir og níu þjálfarar yfirgefið félög sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 23:15 Steve Bruce er nú atvinnulaus. EPA-EFE/PETER POWELL Þolinmæði er dyggð, nema þegar kemur að því að gefa knattspyrnuþjálfurum tíma til að snúa við slöku gengi liða sinna. Steve Bruce var fyrr í dag rekinn frá West Bromwich Albion í ensku B-deildinni. Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira