Arnar Gunnlaugsson: Innilega til hamingju Blikar nær og fjær Sverrir Mar Smárason skrifar 10. október 2022 21:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik í sumar. Vísir/Vilhelm Víkingur tapaði í kvöld 2-1 í leik gegn Stjörnunni og gerðu með því Breiðablik að Íslandsmeisturum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, byrjaði á því að óska öllu Blikum til hamingju. „Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Heimir segir dýrmætt að forðast fall Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Formúlan gæti farið til Bangkok Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Sjá meira
„Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Heimir segir dýrmætt að forðast fall Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Formúlan gæti farið til Bangkok Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15