Íhuga að skattleggja beljurop Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 13:59 Makindalegar mjólkurkýr nærri Oxford á Suðureyju Nýja-Sjálands. Kýr losa mikið magn metans þegar þær ropa og nituroxíð þegar þær míga en hvoru tveggja eru gróðurhúsalofttegundir. AP/Mark Baker Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins. Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins.
Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira