Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 15:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Ragnar Þór staðfesti í samtali við fréttastofu að hann hafi dregið framboð sitt til forseta til baka. Sólveig Anna og Vilhjálmur eru bandamenn Ragnars Þórs og buðu sig fram til fyrsta og þriðja forseta Alþýðusambandsins. Viðtöl við þau má nálgast í Vaktinni hér að neðan. Þau íhuga nú úrsögn stéttarfélaga sinna úr Alþýðusambandinu en í samtali við fréttastofu segir Sólveig að úrsögn verði rædd á stærri vettvangi innan félaganna. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað viðrað þá hugmynd að ganga úr ASÍ og kallað sambandið barn síns tíma. Ólöf Helga Adolfsdóttir er sem stendur ein í framboði til forseta ASÍ. Hún sagðist hissa á því að Ragnar Þór hafi dregið framboð sitt til baka.vísir/skjáskot Aðalþingið hófst í gær á Nordica og til stendur að kjósa í embætti á morgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hafði boðið sig fram á móti Ragnari Þór til forseta ASÍ. Nú lítur allt út fyrir að hún verði forseti ASÍ, nema aðrir bjóði sig fram í dag eða á morgun. Fylgst var með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé tók viðtöl við frambjóðendur. Hann fjallar nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira