Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 11:01 Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon eftir sigur á EM í janúar HSÍ Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland
EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira