Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:31 Brian Robinson Jr. snéri aftur um helgina rúmum mánuði eftir að hafa verið skotinn tvisvar í fótinn. AP/Alex Brandon Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins. Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira