Aron enn að jafna sig og verður ekki með landsliðinu í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 11:30 Aron missir af leik kvöldsins. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2024 að Ásvöllum í kvöld. Hann er því einn af þremur lykilmönnum sem missa af leiknum. HSÍ hefur gefið út leikmannahópinn fyrir leik kvöldsins og þar er Aron ekki að finna. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ljóst að hann hefur ekki náð sér af þeim. Hann mun því horfa á leikinn úr stúkunni. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson glímir einnig við meiðsli en Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson munu verja mark Íslands í kvöld. Þá er Ómar Ingi Magnússon frá vegna persónulegra ástæðna. Aron spilar að jafnaði sem vinstri skytta eða leikstjórnandi með íslenska liðinu en Ísland er vel mannað í þeim stöðum þar sem Janus Daði Smárason, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í hópnum í kvöld. Ísland mætir Ísrael klukkan 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði en uppselt er á leikinn. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni en auk Ísraels eru Eistland og Tékkland í riðli Íslands. Ísland mætir Eistlandi í öðrum leik undankeppninnar ytra á laugardaginn kemur. Næsti gluggi er í mars og svo klárast riðlakeppnin í lok apríl á næsta ári. Tvö efstu liðin fara á EM og þá fara lið með bestan árangur í þriðja sæti einnig á mótið. Leikmannahópur Íslands gegn Ísrael í kvöld Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (242/16) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276)Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68)Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33) Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
HSÍ hefur gefið út leikmannahópinn fyrir leik kvöldsins og þar er Aron ekki að finna. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ljóst að hann hefur ekki náð sér af þeim. Hann mun því horfa á leikinn úr stúkunni. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson glímir einnig við meiðsli en Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson munu verja mark Íslands í kvöld. Þá er Ómar Ingi Magnússon frá vegna persónulegra ástæðna. Aron spilar að jafnaði sem vinstri skytta eða leikstjórnandi með íslenska liðinu en Ísland er vel mannað í þeim stöðum þar sem Janus Daði Smárason, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í hópnum í kvöld. Ísland mætir Ísrael klukkan 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði en uppselt er á leikinn. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni en auk Ísraels eru Eistland og Tékkland í riðli Íslands. Ísland mætir Eistlandi í öðrum leik undankeppninnar ytra á laugardaginn kemur. Næsti gluggi er í mars og svo klárast riðlakeppnin í lok apríl á næsta ári. Tvö efstu liðin fara á EM og þá fara lið með bestan árangur í þriðja sæti einnig á mótið. Leikmannahópur Íslands gegn Ísrael í kvöld Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (242/16) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276)Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68)Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33)
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira