Ellefu vísbendingar um að jafnvægið sé í klúðri Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. október 2022 07:00 Liggur ástríðan í vinnunni? Fær vinnan meiri tíma hjá þér en allt annað: Borðar óhollara og gefur þér varla tíma til þess, hvað þá að hætta í vinnunni þegar þú ferð heim og gefa börnum og maka þann tíma sem þau þurfa? Vísir/Getty Í hinum fullkomna heimi væri jafnvægið á milli heimilis og vinnu ekkert mál. Þótt starfsframinn sé á fullri ferð samhliða því að reka heimili, ala upp börn og stunda jafnvel áhugamálin. Já allt gengur upp: Börnin fá þann tíma sem þau þurfa, makinn og parsambandið, aðrir vinir og vandamenn, vinnan gengur vel og þú stundar áhugamálin af kappi. Eða hvað? Nei, því miður er jafnvægið í klúðri hjá mörgum. Oft þannig að vinnan er svo mikið áhugamál að hún yfirtekur svolítið tíma frá öðru. Já, hjá mörgum er vinnan hreinlega svo skemmtileg! Hér eru ellefu vísbendingar um að þetta jafnvægi sé í einhverju klúðri. Mælt er með því að fólk sem samsvarar sig við sex eða fleiri atriði á listanum, endurskoði vel stöðuna hjá sér. Því til langstíma litið eru meiri líkur á velgengni í lífi og starfi ef jafnvægið er ágætt þarna á milli. 1. Stress og ónægur svefn Þú ert oft í stressi og streitu, gerir þér grein fyrir því en heldur áfram því það er svo mikið að gera. Þú sefur ekki sjö til átta klukkustundir á nóttu eins og mælt er með. Oft finnur þú fyrir syfju eða þreytu en heldur áfram án þess að gera breytingar. Til dæmis að fara fyrr að sofa. 2. Þú vinnur mikið Það er svo mikið að gera í vinnunni að yfir vikuna ertu meira í vinnunni en heima fyrir. Dagarnir geta verið langir og oft þarf að vinna um helgar líka. Þegar aðrir klára vinnudaginn sinn síðdegis, átt þú enn eftir eittvað óklárað og ert því aðeins lengur. 3. Vinnan fer með þér heim Þegar þú kemur heim þarf oft að gera eitthvað vinnutengt. Þó ekki nema að fylgjast með eða svara tölvupóstum. Eitt og eitt símtal gæti líka fylgt. Stundum er svo mikið að gera að þú sest við tölvuna eftir kvöldmat og ræðst í einhver verkefni. 4. Líkamlegar breytingar Það er svo mikið að gera að þú hreinlega hefur ekki haft tíma til þess í dágóðan tíma að huga að heilsu og líkama. Til dæmis að fara í ræktina eða tryggja aðra hreyfingu. Líkaminn hefur breyst að undanförnu: Þú hefur þyngst eða jafnvel grennst á frekar skömmum tíma. 5. Hefur ekki tíma í afslöppun Þú manst eiginlega ekki hvenær þú lást í leti síðast. Horfðir á góða mynd og hafðir það kósý. Þú hefur ekki haft tíma til að taka deitkvöld með makanum eða hitta vini og vandamenn utan vinnu. Að minnsta kosti ekki eins oft og vilji er til. 6. Stundum spenna heima fyrir Já það er álag og smá spenna heima fyrir. Makinn styður þig og hvetur til dáða í vinnunni þinni en öllu má ofgera. Fyrir vikið ertu með samviskubit yfir því að vera ekki að sinna fjölskyldunni eins og skyldi. Litlar stundir eins og að gefa þér smá tíma í spjall við maka eða börn eru hverfandi. Samt getur þú átt nokkuð löng samtöl við vinnufélaga eða viðskiptavini. 7. Það er alltaf mikið að gera Þótt þú rembist við að klára einhver verkefni fyrir einhvern tíma, virðist ,,rólegi“ dagurinn í vinnunni aldrei renna upp. Því verkefnin bætast bara við og þú ert því hreinlega alltaf á fullu. Í vinnunni ertu með mjög marga bolta á lofti og líður eins og þeir séu allir jafn áríðandi, þótt nánari skoðun myndi fljótt sýna að einhver þessara verkefna mega bíða eða vera unnin af öðrum. 8. Stundum stuttur þráður Þótt þér finnist gaman í vinnunni ertu ekkert endilega að upplifa alla daga sem skemmtilega daga. Stundum er meira að segja svolítið stuttur í þér þráðurinn. Sem gæti bitnað á vinnufélögum eða fjölskyldu og vinum. Þú hreinlega hefur ekki tíma í þetta fólk! 9. Umgengni og frágangur Að hafa aldrei tíma í eitt eða neitt bitnar oft á skipulagi og umgengni. Það sést á borðinu þínu í vinnunni að það er mikið að gera. Og eflaust er umgengnin eða skipulagið heima fyrir ekkert heldur til að hrópa húrra fyrir. Þú hefur hreinlega ekki tíma í að þrífa eða taka til! 10. Meira að segja smá vinna á sunnudögum Það er svo mikið að gera hjá þér að alla daga vikunnar vinnur þú eitthvað smá. Þér finnst þú ekkert endilega vera að vinna, en heiðarlegt svar er að þú manst ekki hvenær sá dagur var síðast þar sem þú gerðir ekki neitt vinnutengt í heilan dag. 11. Hugsar oft um vinnuna Þótt þú sért ekki að vinna og jafnvel með vinum og vandamönnum, ferðu oft að hugsa um vinnuna, verkefnin sem þar eru í gangi eða jafnvel að tala um vinnuna eða einhver vinnutengd mál. Mögulega upplifir þú sjálfan þig sem vinnualka. Fjölskyldumál Heilsa Starfsframi Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Já allt gengur upp: Börnin fá þann tíma sem þau þurfa, makinn og parsambandið, aðrir vinir og vandamenn, vinnan gengur vel og þú stundar áhugamálin af kappi. Eða hvað? Nei, því miður er jafnvægið í klúðri hjá mörgum. Oft þannig að vinnan er svo mikið áhugamál að hún yfirtekur svolítið tíma frá öðru. Já, hjá mörgum er vinnan hreinlega svo skemmtileg! Hér eru ellefu vísbendingar um að þetta jafnvægi sé í einhverju klúðri. Mælt er með því að fólk sem samsvarar sig við sex eða fleiri atriði á listanum, endurskoði vel stöðuna hjá sér. Því til langstíma litið eru meiri líkur á velgengni í lífi og starfi ef jafnvægið er ágætt þarna á milli. 1. Stress og ónægur svefn Þú ert oft í stressi og streitu, gerir þér grein fyrir því en heldur áfram því það er svo mikið að gera. Þú sefur ekki sjö til átta klukkustundir á nóttu eins og mælt er með. Oft finnur þú fyrir syfju eða þreytu en heldur áfram án þess að gera breytingar. Til dæmis að fara fyrr að sofa. 2. Þú vinnur mikið Það er svo mikið að gera í vinnunni að yfir vikuna ertu meira í vinnunni en heima fyrir. Dagarnir geta verið langir og oft þarf að vinna um helgar líka. Þegar aðrir klára vinnudaginn sinn síðdegis, átt þú enn eftir eittvað óklárað og ert því aðeins lengur. 3. Vinnan fer með þér heim Þegar þú kemur heim þarf oft að gera eitthvað vinnutengt. Þó ekki nema að fylgjast með eða svara tölvupóstum. Eitt og eitt símtal gæti líka fylgt. Stundum er svo mikið að gera að þú sest við tölvuna eftir kvöldmat og ræðst í einhver verkefni. 4. Líkamlegar breytingar Það er svo mikið að gera að þú hreinlega hefur ekki haft tíma til þess í dágóðan tíma að huga að heilsu og líkama. Til dæmis að fara í ræktina eða tryggja aðra hreyfingu. Líkaminn hefur breyst að undanförnu: Þú hefur þyngst eða jafnvel grennst á frekar skömmum tíma. 5. Hefur ekki tíma í afslöppun Þú manst eiginlega ekki hvenær þú lást í leti síðast. Horfðir á góða mynd og hafðir það kósý. Þú hefur ekki haft tíma til að taka deitkvöld með makanum eða hitta vini og vandamenn utan vinnu. Að minnsta kosti ekki eins oft og vilji er til. 6. Stundum spenna heima fyrir Já það er álag og smá spenna heima fyrir. Makinn styður þig og hvetur til dáða í vinnunni þinni en öllu má ofgera. Fyrir vikið ertu með samviskubit yfir því að vera ekki að sinna fjölskyldunni eins og skyldi. Litlar stundir eins og að gefa þér smá tíma í spjall við maka eða börn eru hverfandi. Samt getur þú átt nokkuð löng samtöl við vinnufélaga eða viðskiptavini. 7. Það er alltaf mikið að gera Þótt þú rembist við að klára einhver verkefni fyrir einhvern tíma, virðist ,,rólegi“ dagurinn í vinnunni aldrei renna upp. Því verkefnin bætast bara við og þú ert því hreinlega alltaf á fullu. Í vinnunni ertu með mjög marga bolta á lofti og líður eins og þeir séu allir jafn áríðandi, þótt nánari skoðun myndi fljótt sýna að einhver þessara verkefna mega bíða eða vera unnin af öðrum. 8. Stundum stuttur þráður Þótt þér finnist gaman í vinnunni ertu ekkert endilega að upplifa alla daga sem skemmtilega daga. Stundum er meira að segja svolítið stuttur í þér þráðurinn. Sem gæti bitnað á vinnufélögum eða fjölskyldu og vinum. Þú hreinlega hefur ekki tíma í þetta fólk! 9. Umgengni og frágangur Að hafa aldrei tíma í eitt eða neitt bitnar oft á skipulagi og umgengni. Það sést á borðinu þínu í vinnunni að það er mikið að gera. Og eflaust er umgengnin eða skipulagið heima fyrir ekkert heldur til að hrópa húrra fyrir. Þú hefur hreinlega ekki tíma í að þrífa eða taka til! 10. Meira að segja smá vinna á sunnudögum Það er svo mikið að gera hjá þér að alla daga vikunnar vinnur þú eitthvað smá. Þér finnst þú ekkert endilega vera að vinna, en heiðarlegt svar er að þú manst ekki hvenær sá dagur var síðast þar sem þú gerðir ekki neitt vinnutengt í heilan dag. 11. Hugsar oft um vinnuna Þótt þú sért ekki að vinna og jafnvel með vinum og vandamönnum, ferðu oft að hugsa um vinnuna, verkefnin sem þar eru í gangi eða jafnvel að tala um vinnuna eða einhver vinnutengd mál. Mögulega upplifir þú sjálfan þig sem vinnualka.
Fjölskyldumál Heilsa Starfsframi Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00
Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01
Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00
Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01