Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, í beinni útsendingu.

Málefni heimilislausra verða í brennidepli í fréttatímnum. Eina neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Við ræðum við talskonu Konukots sem segir fleiri hafa leitað þangað á fyrstu níu mánuðum ársins en allt árið 2020. Þá var efnt til setuverkfalls í neyðarskýli karla á Granda í dag og við ræðum við þá sem tóku þátt í beinni útsendingu. Þeir vilja komast inn í hlýju yfir daginn og fara fram á að neyðarskýlum sé ekki lokað í óveðri.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem umræður hafa yfir um tillögu um að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum, fylgjumst með norska krónprinsinum og forseta Íslands á gosslóðum og kynnum okkur nýja afþreyingarmiðstöð fyrir ferðamenn við lúxushótelið Depla.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×