Elliði Snær: Það er ekkert mál að gíra sig upp þegar maður spilar fyrir Ísland Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2022 07:30 Elliði Snær gefur alltaf allt í sína leiki og stóð fyrir sínu í vörn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Elliði Snær Viðarsson er orðinn lykilmaður hjá íslenska landsliðinu í handknattleik og þá sérstaklega varnarlega. Hann var ánægður með frammistöðu liðsins gegn Ísrael. „Það er alltaf geggjað gaman að vinna og sérstaklega fyrir fullu húsi hér á Íslandi, ótrúleg tilfinning að taka þátt í þessu,“ sagði Elliði Snær og bætti við að honum þætti fínt að spila á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur landsliðsins á meðan Laugardalshöllin er óleikfær. „Mér finnst alltaf gaman að spila hérna, hvort sem það hefur verið með ÍBV eða landsliðinu. Það er búið að vera rífandi stemmning og bara ótrúlega gaman.“ Elliði var að mestu leyti ánægður með varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. „Við vorum í smá veseni í byrjun en Bjöggi var ótrúlega góður á þeim kafla og við náðum forskotinu á því. Svo náðum við aðeins að stilla okkur saman þegar leið á leikinn. Það er nýr þjálfari hjá þeim og erfitt að átta sig á hvað þeir ætluðu að gera í upphafi. Við vorum að skoða klippur frá því fyrir tveimur eða þremur árum þannig að við vorum svolítið að geta í eyðurnar. Við náðum að loka alveg í seinni hálfleik.“ Elliði Snær gefur aldrei neitt eftir.Vísir/Hulda Margrét Elliði sagði ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í liðið í stað þeirra lykilmanna sem voru frá. „Svona er þetta lið. Við erum með valinn mann í hverri stöðu og ef það vantar leikmenn, það vantar tvo bestu leikmennina í liðinu, en við vinnum samt með fimmtán. Það er ótrúlega jákvætt.“ Það sést alltaf þegar Elliði Snær spilar að hann hefur gríðarlega gaman af því að vera inni á vellinum og smitar út frá sér til áhorfenda og annara leikmanna. „Það er ekkert mál að gíra sig þegar maður spilar fyrir Ísland. Maður kemur bara á æfingu og það er mikil samkeppni í liðinu, mikil gleði og samstaða í hópnum. Það er ótrúlega gaman að vera hérna og maður bara nýtur þess í botn.“ Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32 Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
„Það er alltaf geggjað gaman að vinna og sérstaklega fyrir fullu húsi hér á Íslandi, ótrúleg tilfinning að taka þátt í þessu,“ sagði Elliði Snær og bætti við að honum þætti fínt að spila á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur landsliðsins á meðan Laugardalshöllin er óleikfær. „Mér finnst alltaf gaman að spila hérna, hvort sem það hefur verið með ÍBV eða landsliðinu. Það er búið að vera rífandi stemmning og bara ótrúlega gaman.“ Elliði var að mestu leyti ánægður með varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. „Við vorum í smá veseni í byrjun en Bjöggi var ótrúlega góður á þeim kafla og við náðum forskotinu á því. Svo náðum við aðeins að stilla okkur saman þegar leið á leikinn. Það er nýr þjálfari hjá þeim og erfitt að átta sig á hvað þeir ætluðu að gera í upphafi. Við vorum að skoða klippur frá því fyrir tveimur eða þremur árum þannig að við vorum svolítið að geta í eyðurnar. Við náðum að loka alveg í seinni hálfleik.“ Elliði Snær gefur aldrei neitt eftir.Vísir/Hulda Margrét Elliði sagði ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í liðið í stað þeirra lykilmanna sem voru frá. „Svona er þetta lið. Við erum með valinn mann í hverri stöðu og ef það vantar leikmenn, það vantar tvo bestu leikmennina í liðinu, en við vinnum samt með fimmtán. Það er ótrúlega jákvætt.“ Það sést alltaf þegar Elliði Snær spilar að hann hefur gríðarlega gaman af því að vera inni á vellinum og smitar út frá sér til áhorfenda og annara leikmanna. „Það er ekkert mál að gíra sig þegar maður spilar fyrir Ísland. Maður kemur bara á æfingu og það er mikil samkeppni í liðinu, mikil gleði og samstaða í hópnum. Það er ótrúlega gaman að vera hérna og maður bara nýtur þess í botn.“
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32 Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32
Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44