Elliði Snær: Það er ekkert mál að gíra sig upp þegar maður spilar fyrir Ísland Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2022 07:30 Elliði Snær gefur alltaf allt í sína leiki og stóð fyrir sínu í vörn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Elliði Snær Viðarsson er orðinn lykilmaður hjá íslenska landsliðinu í handknattleik og þá sérstaklega varnarlega. Hann var ánægður með frammistöðu liðsins gegn Ísrael. „Það er alltaf geggjað gaman að vinna og sérstaklega fyrir fullu húsi hér á Íslandi, ótrúleg tilfinning að taka þátt í þessu,“ sagði Elliði Snær og bætti við að honum þætti fínt að spila á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur landsliðsins á meðan Laugardalshöllin er óleikfær. „Mér finnst alltaf gaman að spila hérna, hvort sem það hefur verið með ÍBV eða landsliðinu. Það er búið að vera rífandi stemmning og bara ótrúlega gaman.“ Elliði var að mestu leyti ánægður með varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. „Við vorum í smá veseni í byrjun en Bjöggi var ótrúlega góður á þeim kafla og við náðum forskotinu á því. Svo náðum við aðeins að stilla okkur saman þegar leið á leikinn. Það er nýr þjálfari hjá þeim og erfitt að átta sig á hvað þeir ætluðu að gera í upphafi. Við vorum að skoða klippur frá því fyrir tveimur eða þremur árum þannig að við vorum svolítið að geta í eyðurnar. Við náðum að loka alveg í seinni hálfleik.“ Elliði Snær gefur aldrei neitt eftir.Vísir/Hulda Margrét Elliði sagði ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í liðið í stað þeirra lykilmanna sem voru frá. „Svona er þetta lið. Við erum með valinn mann í hverri stöðu og ef það vantar leikmenn, það vantar tvo bestu leikmennina í liðinu, en við vinnum samt með fimmtán. Það er ótrúlega jákvætt.“ Það sést alltaf þegar Elliði Snær spilar að hann hefur gríðarlega gaman af því að vera inni á vellinum og smitar út frá sér til áhorfenda og annara leikmanna. „Það er ekkert mál að gíra sig þegar maður spilar fyrir Ísland. Maður kemur bara á æfingu og það er mikil samkeppni í liðinu, mikil gleði og samstaða í hópnum. Það er ótrúlega gaman að vera hérna og maður bara nýtur þess í botn.“ Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32 Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
„Það er alltaf geggjað gaman að vinna og sérstaklega fyrir fullu húsi hér á Íslandi, ótrúleg tilfinning að taka þátt í þessu,“ sagði Elliði Snær og bætti við að honum þætti fínt að spila á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur landsliðsins á meðan Laugardalshöllin er óleikfær. „Mér finnst alltaf gaman að spila hérna, hvort sem það hefur verið með ÍBV eða landsliðinu. Það er búið að vera rífandi stemmning og bara ótrúlega gaman.“ Elliði var að mestu leyti ánægður með varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. „Við vorum í smá veseni í byrjun en Bjöggi var ótrúlega góður á þeim kafla og við náðum forskotinu á því. Svo náðum við aðeins að stilla okkur saman þegar leið á leikinn. Það er nýr þjálfari hjá þeim og erfitt að átta sig á hvað þeir ætluðu að gera í upphafi. Við vorum að skoða klippur frá því fyrir tveimur eða þremur árum þannig að við vorum svolítið að geta í eyðurnar. Við náðum að loka alveg í seinni hálfleik.“ Elliði Snær gefur aldrei neitt eftir.Vísir/Hulda Margrét Elliði sagði ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í liðið í stað þeirra lykilmanna sem voru frá. „Svona er þetta lið. Við erum með valinn mann í hverri stöðu og ef það vantar leikmenn, það vantar tvo bestu leikmennina í liðinu, en við vinnum samt með fimmtán. Það er ótrúlega jákvætt.“ Það sést alltaf þegar Elliði Snær spilar að hann hefur gríðarlega gaman af því að vera inni á vellinum og smitar út frá sér til áhorfenda og annara leikmanna. „Það er ekkert mál að gíra sig þegar maður spilar fyrir Ísland. Maður kemur bara á æfingu og það er mikil samkeppni í liðinu, mikil gleði og samstaða í hópnum. Það er ótrúlega gaman að vera hérna og maður bara nýtur þess í botn.“
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32 Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32
Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44