PSG með skæruliðadeild gegn Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 08:01 Kylian Mbappe fagnar marki fyrir Paris Saint-Germain en þessi frábæri leikmaður vill komast í burtu frá félaginu. EPA-EFE/Yoan Valat Það eru ekki bara skæruliðadeildir á Íslandi því nú berast fréttir af því að franska stórliðið Paris Saint Germain geri út eina og það meira að segja gegn sínum eigin leikmönnum. Franski landsliðsframherjinn Kylian Mbappe hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga eftir að fréttist af mikilli óánægju hans með lífið í París þrátt fyrir að vera nýbúinn að skrifa undir samning. PSG paid a communications agency to create an "army" of fake Twitter accounts. Accounts responsible for publishing violent and insulting tweets towards certain media and even personalities of the club, including Kylian Mbappé.(Source: @Mediapart) pic.twitter.com/ZXj9qUOaO1— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) October 12, 2022 Leikmaðurinn telur PSG ekki hafa staðið við sín loforð og er vill komast frá félaginu strax í janúarglugganum. Real Madrid og Liverpool eru áfram nefnd sem félög sem hann hefur áhuga á að spila fyrir. Það virðist líka vera ýmislegt annað gruggugt í gagni á bak við tjöldin í París ef marka frá rannsóknarblaðamennsku franskra fjölmiðla. Það er ekkert nýtt að frægar íþróttastjörnur verði fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum en þær sem Mbappe hefur orðið fyrir eru sagðar skipulagðari en menn héldu. Fyrir þremur árum fór Mbappe að ýja að því að hann sæi fyrir sér að yfirgefa PSG og reyna fyrir sér í sterkari deild. Franska félagið bauð honum gull og græna skóga með nýjum samningi en taldi sig þurfa meiri hjálp í baráttunni. The #PSG commissioned an external agency to create an army of fake Twitter accounts that carried out violent and filthy campaigns, particularly against media and football club personalities. Mediapart as one of its targets, Kylian Mbappé himself was targeted. https://t.co/cBR8oLd7Wo— Mister Muñoz (@FreddyMoonYoz) October 12, 2022 Real Madrid hafði mikinn áhuga á leikmanninum og Mbappe ræddi draum sinn um að spila fyrir spænska stórliðið. Það leit allt út fyrir að Parísarliðið væri að missa sína framtíðarstórstjörnu. Franski fjölmiðilinn Mediapart segir að Paris Saint Germain hafi þá sett saman skæruliðadeild til að herja á leikmann félagsins á samfélagsmiðlum. PSG réð utanaðkomandi umboðsskrifstofu til að stofna fjölda falskra Twitter reikninga sem voru síðan notaðir gegn fjölmiðlum og leikmönnum félagsins þar á meðal gegn hinum unga Mbappe. Forráðamenn PSG sváru þetta af sér þegar Mediapart bar þetta undir þá og þeir hafa haldið fram sakleysi sínu í viðtölum við aðra franska fjölmiðla. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Franski landsliðsframherjinn Kylian Mbappe hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga eftir að fréttist af mikilli óánægju hans með lífið í París þrátt fyrir að vera nýbúinn að skrifa undir samning. PSG paid a communications agency to create an "army" of fake Twitter accounts. Accounts responsible for publishing violent and insulting tweets towards certain media and even personalities of the club, including Kylian Mbappé.(Source: @Mediapart) pic.twitter.com/ZXj9qUOaO1— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) October 12, 2022 Leikmaðurinn telur PSG ekki hafa staðið við sín loforð og er vill komast frá félaginu strax í janúarglugganum. Real Madrid og Liverpool eru áfram nefnd sem félög sem hann hefur áhuga á að spila fyrir. Það virðist líka vera ýmislegt annað gruggugt í gagni á bak við tjöldin í París ef marka frá rannsóknarblaðamennsku franskra fjölmiðla. Það er ekkert nýtt að frægar íþróttastjörnur verði fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum en þær sem Mbappe hefur orðið fyrir eru sagðar skipulagðari en menn héldu. Fyrir þremur árum fór Mbappe að ýja að því að hann sæi fyrir sér að yfirgefa PSG og reyna fyrir sér í sterkari deild. Franska félagið bauð honum gull og græna skóga með nýjum samningi en taldi sig þurfa meiri hjálp í baráttunni. The #PSG commissioned an external agency to create an army of fake Twitter accounts that carried out violent and filthy campaigns, particularly against media and football club personalities. Mediapart as one of its targets, Kylian Mbappé himself was targeted. https://t.co/cBR8oLd7Wo— Mister Muñoz (@FreddyMoonYoz) October 12, 2022 Real Madrid hafði mikinn áhuga á leikmanninum og Mbappe ræddi draum sinn um að spila fyrir spænska stórliðið. Það leit allt út fyrir að Parísarliðið væri að missa sína framtíðarstórstjörnu. Franski fjölmiðilinn Mediapart segir að Paris Saint Germain hafi þá sett saman skæruliðadeild til að herja á leikmann félagsins á samfélagsmiðlum. PSG réð utanaðkomandi umboðsskrifstofu til að stofna fjölda falskra Twitter reikninga sem voru síðan notaðir gegn fjölmiðlum og leikmönnum félagsins þar á meðal gegn hinum unga Mbappe. Forráðamenn PSG sváru þetta af sér þegar Mediapart bar þetta undir þá og þeir hafa haldið fram sakleysi sínu í viðtölum við aðra franska fjölmiðla.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn