Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 16:27 Karlmennirnir verða leiddir fyrir dómara á morgun þar sem gerð verður krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. Umbjóðandi Ómars Arnar Bjarnþórssonar hefur verið í einangrun því sem næst samfellt í fjórar vikur. Hann segir lögreglu ætla að fara fram á frekara varðhald á þeirri forsendu að hætta stafi af skjólstæðingi hans. Krafan sé byggð á d-lið 95. greinar laga um meðferð sakamála þar sem fjallað er um forsendur fyrir gæsluvarðhaldi. Skilyrðið sem þar er nefnt er það að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. „Ég tel að lagaskilyrðum sé ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæslu,“ segir Ómar Örn. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina tvo í tveggja vikna einangrun síðastliðinn föstudag. Landsréttur stytti varðhaldið í eina viku. Ómar Örn segist munu mótmæla kröfu lögreglu um frekara gæsluvarðhald. „Ef það verður fallist á gæsluvarðhald þá verður úrskurðurinn kærður til Landsréttar,“ segir Ómar. Karlmennirnir tveir eru sem fyrr segir enn í einangrun. Ómar Örn á ekki von á því að lögregla krefjist frekari einangrunar. „Landsréttur er þegar búinn að stytta kröfu lögreglunnar um einangrun. Fyrir mér er það óhugsandi að farið verði fram á áframhaldandi einangrun. Og enn síður að fallist verði á það.“ Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna. Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Umbjóðandi Ómars Arnar Bjarnþórssonar hefur verið í einangrun því sem næst samfellt í fjórar vikur. Hann segir lögreglu ætla að fara fram á frekara varðhald á þeirri forsendu að hætta stafi af skjólstæðingi hans. Krafan sé byggð á d-lið 95. greinar laga um meðferð sakamála þar sem fjallað er um forsendur fyrir gæsluvarðhaldi. Skilyrðið sem þar er nefnt er það að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. „Ég tel að lagaskilyrðum sé ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæslu,“ segir Ómar Örn. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina tvo í tveggja vikna einangrun síðastliðinn föstudag. Landsréttur stytti varðhaldið í eina viku. Ómar Örn segist munu mótmæla kröfu lögreglu um frekara gæsluvarðhald. „Ef það verður fallist á gæsluvarðhald þá verður úrskurðurinn kærður til Landsréttar,“ segir Ómar. Karlmennirnir tveir eru sem fyrr segir enn í einangrun. Ómar Örn á ekki von á því að lögregla krefjist frekari einangrunar. „Landsréttur er þegar búinn að stytta kröfu lögreglunnar um einangrun. Fyrir mér er það óhugsandi að farið verði fram á áframhaldandi einangrun. Og enn síður að fallist verði á það.“ Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna. Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira