Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 19:39 Alex Jones virðist ekki hafa mikinn áhuga á því að greiða það sem hann skuldar. Joe Buglewicz/Getty Images Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. Í gær komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Jones þyrfti að greiða fjölskyldunum 965 milljónir dollara, nærri 140 milljarða króna, í skaða- og miskabætur vegna staðhæfinga Jones um að skotárásin mannskæða hafi verið tilbúningur. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Hélt hann því ítrekað fram að fjöldamorðið hafi verið sviðsett og að foreldrar barnanna væru leikarar á vegum stjórnvalda. Foreldrar margra barna sem létust hafa lýst viðstöðulausu áreiti af hálfu fylgjenda Jones og áhorfenda á sjónvarpsstöð hans, Infowars. Þrátt fyrir að hafa verið skikkaður til að greiða 965 milljónir dollara vegna málsins virðist Jones ekki hafa af því teljandi áhyggjur, ef marka má fas hans í þætti hans þar sem hann brást við niðurstöðu dómsmálsins. „Þetta er ekki að fara að gerast, engir peningar,“ hefur fréttaveitan AP eftir Jones. Í þættinum hvatti hann áhorfendur til að senda inn framlög og kaupa varning til stuðnings honum. Lögmenn fjölskyldna barnanna sem fórust hafa sagt að Jones sé fjáður og hafi vel efni á því að greiða í það minnsta einhvern hluta skaðabótanna. Hagfræðingur hefur metið það að Jones sitji á eignum að virði 270 milljónir dollara. Þá er talið að hann hagnist um fimmtíu milljónir dollara árlega í gegnum Infowars-veldi hans. Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Í gær komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Jones þyrfti að greiða fjölskyldunum 965 milljónir dollara, nærri 140 milljarða króna, í skaða- og miskabætur vegna staðhæfinga Jones um að skotárásin mannskæða hafi verið tilbúningur. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Hélt hann því ítrekað fram að fjöldamorðið hafi verið sviðsett og að foreldrar barnanna væru leikarar á vegum stjórnvalda. Foreldrar margra barna sem létust hafa lýst viðstöðulausu áreiti af hálfu fylgjenda Jones og áhorfenda á sjónvarpsstöð hans, Infowars. Þrátt fyrir að hafa verið skikkaður til að greiða 965 milljónir dollara vegna málsins virðist Jones ekki hafa af því teljandi áhyggjur, ef marka má fas hans í þætti hans þar sem hann brást við niðurstöðu dómsmálsins. „Þetta er ekki að fara að gerast, engir peningar,“ hefur fréttaveitan AP eftir Jones. Í þættinum hvatti hann áhorfendur til að senda inn framlög og kaupa varning til stuðnings honum. Lögmenn fjölskyldna barnanna sem fórust hafa sagt að Jones sé fjáður og hafi vel efni á því að greiða í það minnsta einhvern hluta skaðabótanna. Hagfræðingur hefur metið það að Jones sitji á eignum að virði 270 milljónir dollara. Þá er talið að hann hagnist um fimmtíu milljónir dollara árlega í gegnum Infowars-veldi hans.
Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22
Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56