Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2022 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson setur Hringborð norðurslóða í Hörpu í dag. Vilhelm Gunnarsson Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon, krónprins Noregs, mæta til þingsins. Við aðalinngang Hörpu tók stofnandi Hringborðsins á móti krónprinsinum. Ólafur Ragnar fylgir Hákoni, krónprins Noregs, um sali Hörpu.Bjarni Einarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar, formaður Hringborðs norðurslóða. Þannig hafi Noregur sent í fyrsta sinn einn sinn æðsta fulltrúa, krónprinsinn. Einnig Kanada, með sinn þjóðhöfðingja, Mary Simon. Bandaríkin og Indland sendi bæði öflugar sendinefndir. Sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Frá setningarathöfninni í dag. Um tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.Vilhelm Gunnarsson Þótt enska sé tungumál þingsins prófaði krónprins Noregs okkar ylhýra. „Góðan daginn, kæru vinir,“ sagði Hákon á íslensku. Og hrósaði svo Ólafi Ragnari: „Þér og samtökum þínum hefur tekist að skapa öflugan vettvang til að ræða málefni norðurslóða á breiðum grundvelli. Þetta verður æ mikilvægara, ekki aðeins fyrir þá sem búa á norðurslóðum heldur fyrir allan heiminn,“ sagði krónprinsinn. Hákon, krónprins Noregs, og Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars.Vilhelm Gunnarsson Um tvö þúsund manns frá yfir sextíu löndum taka þátt í þinginu, sem stendur fram á laugardag. Það vantar hins vegar algerlega fulltrúa frá einu landi, því stærsta á norðurslóðum, Rússlandi. Ólafur Ragnar bendir á að mörgum mánuðum fyrir Úkraínustríðið hafi Rússar verið búnir að draga sig út úr umræðum sem þessum. „Þannig að óháð þessum erfiðleikum í Evrópu og þessu hræðilega stríði, og hvað Rússar kjósa að gera og hvernig þeir vilja einangra sig, eða aðrir einangra þá, þá höldum við okkar strik,“ segir Ólafur Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar í fullri lengd má sjá hér: Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon, krónprins Noregs, mæta til þingsins. Við aðalinngang Hörpu tók stofnandi Hringborðsins á móti krónprinsinum. Ólafur Ragnar fylgir Hákoni, krónprins Noregs, um sali Hörpu.Bjarni Einarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar, formaður Hringborðs norðurslóða. Þannig hafi Noregur sent í fyrsta sinn einn sinn æðsta fulltrúa, krónprinsinn. Einnig Kanada, með sinn þjóðhöfðingja, Mary Simon. Bandaríkin og Indland sendi bæði öflugar sendinefndir. Sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Frá setningarathöfninni í dag. Um tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.Vilhelm Gunnarsson Þótt enska sé tungumál þingsins prófaði krónprins Noregs okkar ylhýra. „Góðan daginn, kæru vinir,“ sagði Hákon á íslensku. Og hrósaði svo Ólafi Ragnari: „Þér og samtökum þínum hefur tekist að skapa öflugan vettvang til að ræða málefni norðurslóða á breiðum grundvelli. Þetta verður æ mikilvægara, ekki aðeins fyrir þá sem búa á norðurslóðum heldur fyrir allan heiminn,“ sagði krónprinsinn. Hákon, krónprins Noregs, og Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars.Vilhelm Gunnarsson Um tvö þúsund manns frá yfir sextíu löndum taka þátt í þinginu, sem stendur fram á laugardag. Það vantar hins vegar algerlega fulltrúa frá einu landi, því stærsta á norðurslóðum, Rússlandi. Ólafur Ragnar bendir á að mörgum mánuðum fyrir Úkraínustríðið hafi Rússar verið búnir að draga sig út úr umræðum sem þessum. „Þannig að óháð þessum erfiðleikum í Evrópu og þessu hræðilega stríði, og hvað Rússar kjósa að gera og hvernig þeir vilja einangra sig, eða aðrir einangra þá, þá höldum við okkar strik,“ segir Ólafur Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar í fullri lengd má sjá hér:
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52
Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53