Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 12:21 Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, skorar á alþingismenn að ræða dánaraðstoð. Vísir/Getty Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11
Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04