Þau óstaðfestu tíðindi bárust í vikunni að KR hafi ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Kjartans við félagið.
Í viðtali við Gulla Jóns eftir leik Breiðabliks og KR í gær sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við KR og gaf í skyn að hann væri enn þá hluti af liðinu. Kjartan var ekki í leikmannahóp KR í gær.
Jóhann Berg deildi frétt 433 um málið á Twitter í dag. Þar spyr Jóhann af hverju þjálfari KR segir ekki satt og rétt frá stöðu mála en Jóhann Berg og Kjartan Henry eru svilar.
Af hverju segir þjálfari KR ekki satt og rètt frá? https://t.co/3c2Tjsa35W
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) October 16, 2022