Hlaupið var á sama tíma í 37 löndum. Alls tóku 555 af bestu ofurhlaupurum heims þátt í hlaupinu, fimmtán í hverju landsliði.
Úrslitin í íslenska hlutanum réðust rétt eftir miðnætti. Þorleifur kom í mark eftir 37 hringi en Marí skilaði sér ekki í markið í tæka tíð.
Þorleifur vann sér því þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári.
Vísir var með beina útsendingu og vakt frá hlaupinu alla helgina sem sjá má hér.