Öllu starfsfólki sagt upp Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 17. október 2022 12:00 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. Hann hyggst koma á fót nýrri stofnun sem skuli tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Sjá einnig: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður „Ég er sannfærður um að þarna séum við að stíga gífurlega mikilvægt skref til þess að teygja okkur inn í alla skóla, allar skólastofur, samhæfa þjónustu við nemendur og starfsfólk skóla og kennara. Það er þannig að við höfum ekki mörg verkfæri eða tæki til að aðstoða og þjónusta skólakerfið eins og er kallað eftir,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Hann gerir ráð fyrir að öllu starfsfólki verði sagt upp enda sé hlutverki stofnunarinnar gjörbreytt. „Þessar breytingar þurfa bæði aðkomu sveitarfélaga og fleiri aðila. Þannig verkefni munu bæði flytjast frá stofnuninni og ný verða til. Þess vegna leggjum við til að leggja niður stofnunina í núverandi mynd og stofnuð ný. Svo verður það verkefnið framundan að forma það með hvaða hætti þessum málum verður háttað.“ Á fundi sem Ásmundur Einar átti með starfsfólki Menntamálastofnunar, hvatti hann starfsfólk til að taka þátt í vinnunni framundan. „Við viljum að sjálfsögðu hafa sjónarmið fólksins sem vinnur þar við borðið,“ segir Ásmundur Einar að lokum. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Hann hyggst koma á fót nýrri stofnun sem skuli tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Sjá einnig: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður „Ég er sannfærður um að þarna séum við að stíga gífurlega mikilvægt skref til þess að teygja okkur inn í alla skóla, allar skólastofur, samhæfa þjónustu við nemendur og starfsfólk skóla og kennara. Það er þannig að við höfum ekki mörg verkfæri eða tæki til að aðstoða og þjónusta skólakerfið eins og er kallað eftir,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Hann gerir ráð fyrir að öllu starfsfólki verði sagt upp enda sé hlutverki stofnunarinnar gjörbreytt. „Þessar breytingar þurfa bæði aðkomu sveitarfélaga og fleiri aðila. Þannig verkefni munu bæði flytjast frá stofnuninni og ný verða til. Þess vegna leggjum við til að leggja niður stofnunina í núverandi mynd og stofnuð ný. Svo verður það verkefnið framundan að forma það með hvaða hætti þessum málum verður háttað.“ Á fundi sem Ásmundur Einar átti með starfsfólki Menntamálastofnunar, hvatti hann starfsfólk til að taka þátt í vinnunni framundan. „Við viljum að sjálfsögðu hafa sjónarmið fólksins sem vinnur þar við borðið,“ segir Ásmundur Einar að lokum.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira