Innlent

Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Svava Hjaltalín hefur kennt lestur í 35 ár.
Svava Hjaltalín hefur kennt lestur í 35 ár. vísir

Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 

Grunnskólakennarinn Svava Hjaltalín hefur yfir 35 ára reynslu í lestrarkennslu. Hún fagnar gagnrýni Ilmar og vill að hraðlestrarprófunum verði hætt.

„Þannig ég er á móti prófunum eins og þau eru notuð í dag og ég er tilbúin að standa fyrir því að sleppa þeim. Ég er búin að tala við fremstu lestrarfræðinga í heimi. Kate Nation og Maggi­e Snowling sem eru prófessorar í Ox­ford há­skóla og þær göptu þegar ég sagði þeim að 46 þúsund börn væru prófuð þrisvar sinnum á ári í hraða, trúðu mér ekki.“

Hún segir engin sterk vísindi styðja aðferðarfræðina. Hún segist þó alls ekki tala á móti lesfimi, börn þurfi lesfimi til þess að njóta þess að lesa og skilja það sem þau lesa.

„En að mæla hraða, fjöldi lesinna orða á mínútu. Ég sé að það veldur kvíða. Ég er búin að fá grátandi foreldra, grátandi börn. Ég virkilega er búin að átta mig á því hvaða áhrif þetta getur haft og við sem fagmenn verðum að taka það til okkar. Við getum gert miklu betur. Hættum þessu bara.“

Hún segir kennara hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem Menntamálastofnun hafi enn ekki útbúið.

Úrelt próf? 

„Þau eru ekki rétt. Þau mæla ekki rétt og viðmiðin eru ekki rétt. Aðferðarfræðin er ekki rétt. Þegar prófin voru gerð þá taldi sá sem sá um prófinn að íslensk börn ættu meira inni í hraða og hækkaði viðmiðin. Ég er með upplýsingar um það frá Menntamálastofnun að þriðja viðmið, þetta eru þrjú viðmið, þriðja sem er þá flest orð á mínútu að það sé bull. Það sé allt allt of hátt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×