Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 23:00 Ofurhlauparinn Mari Järsk. Vísir „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. „Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
„Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira