Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 06:58 Kanye virðist ætla að halda áfram að vera eins umdeildur og hann getur. EPA/Ringo Chiu Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook. Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu. Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést. Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022 „Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á. Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna. „Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar. Dauði George Floyd Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Tengdar fréttir Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50 Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06 Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook. Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu. Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést. Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022 „Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á. Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna. „Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar.
Dauði George Floyd Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Tengdar fréttir Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50 Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06 Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50
Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05