Munt þú brotna? Guðni Arnar Guðnason skrifar 20. október 2022 07:00 „Bein eru leiðinleg”, sagði góður starfsbróðir eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða beinþynningu, einn fjölmargra sjúkdóma sem við innkirtlalæknar fáumst við. Ég var honum að mörgu leyti sammála, enda hafði ég þá ekki kynnt mér beinþynningu eða beinasjúkdóma almennt mjög ítarlega. Nú mörgum árum síðar tel ég beinþynningu sérlega áhugaverðan sjúkdóm og jafnvel eitt af stærri lýðheilsuvandamálum samtímans. En hvers vegna er tilefni einmitt nú að velta vöngum yfir beinþynningu frekar en mörgum öðrum brýnum heilsufarsvandamálum? Í dag, 20. október, er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Af því tilefni er vert að velta upp mjög algengu vandamáli sem oft á tíðum hefur verið vangreint og lítið rætt. Beinin eru undirstaða stoðkerfisins og líkamans alls. Sterk bein eru því að mörgu leyti undirstaðan sem við byggjum heilsu okkar á. Beinþynning er sjúkdómur sem helst leggst á fólk eftir fimmtugt og veldur beintapi umfram beinnýmyndun sem gerir beinin líklegri til að brotna undan álagi. Eins og á hinum Norðurlöndunum er beinþynning algeng á Íslandi samanborið við flest önnur lönd. Um ein af hverjum tveimur til þremur konum fær beinþynningarbrot einhvern tímann á ævinni og um einn af hverjum fimm körlum. Algengi beinþynningar eftir fimmtugt er um 21% meðal kvenna en rúmlega 6% hjá körlum. Algengustu beinþynningarbrotin eru mjaðmarbrot, framhandleggsbrot og brot á hryggjarliðum, kölluð samfallsbrot. Samanlögð ævilöng áhætta á þessum þremur brotum er um 40%, álíka og algengi kransæðasjúkdóma. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir 3-4 þúsund beinþynningar brotum á Íslandi á ári. Því miður er beinþynning bæði vangreind og mjög kostnaðarsöm í meðferð, eftir að brot á sér stað. Álitið er að aðeins eitt af hverjum þremur samfallsbrotum í hrygg greinist. Um 71% kvenna með beinþynningu fá ekki meðferð. Jafnvel þó beinþynningarbrot sjáist (oft fyrir tilviljun) á röntgenmynd af hrygg er býsna algengt að viðeigandi meðferð við beinþynningu sé ekki hafin. Afleiðingar beinþynningarbrota eru þó ekki aðeins verkir og fjarvera frá vinnu eða félagslífi heldur oft einnig viðvarandi færniskerðing, ótímabær flutningur á hjúkrunarheimili eða jafnvel dauði. Eftir hvert beinþynningarbrot aukast verulega líkur á öðru broti. Mjaðmarbrot þarfnast skurðaðgerðar og eru ásamt samfallsbrotum á hrygg bæði dýr í meðferð og umönnun og valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið með oft langri sjúkrahúslegu og jafnvel endurhæfingu. Árið 2019 var beinn kostnaður við beinþynningarbrot í Evrulöndunum 27 auk Sviss og Bretlands metinn vera 57 milljarðar evra, eða ríflega átta þúsund milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar var kostnaður af mati og lyfjameðferð við beinþynningu einungis 1,6 milljarður evra. Beinþynning er oftast frumkomin, þ.e. án þess að undirliggjandi sjúkdómur sé til staðar. Beintap byrjar gjarnan hjá konum eftir breytingaskeið en gerist að jafnaði um 10 árum síðar hjá körlum. Í sumum tilvikum valda ákveðnir sjúkdómar eða lyf beinþynningu, til dæmis testósterónskortur hjá körlum, ofvirkur skjaldkirtill, liðagigt eða langvarandi meðferð með bólgueyðandi sterum. Eins virðist beinþynning oft liggja í ættum. Greining á beinþynningu er einföld myndgreiningarrannsókn sem tekur nokkrar mínútur. Á Íslandi er nú ágætt aðgengi að beinþéttni mælitækjum, en tvö tæki eru staðsett á göngudeild innkirtla á Landspítalanum þar sem sjálfvirkt svar fæst oftast samstundis. Fleiri tæki eru á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri. Á svæðum þar sem aðgengi að beinþéttnimælingu er ekki eins gott má í sumum tilvikum notast við reiknivél (FRAX) sem er einnig stöðluð fyrir Ísland. Ef áhætta á beinþynningarbroti er þar metin lág þarf jafnvel ekki að fá beinþéttnimælingu í framhaldinu. Lyfjameðferð við beinþynningu minnkar líkurnar á beinþynningarbroti í hrygg frá um 56% og upp yfir 70% eftir því hvaða lyf er notað. Árangur lyfjanna til að koma í veg fyrir brot í mjöðm og framhandlegg er þó ekki eins góður þar sem þá á sér stað fall sem lyfið eðlilega getur ekki komið í veg fyrir. Í þessu samhengi skipta byltuvarnir og sjúkraþjálfun einnig miklu máli til að draga úr líkum á byltum og aukinni áhættu á brotum. Ný og að því er virðast enn öflugri lyf við alvarlegri beinþynningu hafa verið þróuð og verða vonandi einnig aðgengileg á Íslandi innan skamms. En eru bein og beinþynning leiðinleg? Ef ég ætti þetta samtal við starfsbróður minn í dag væri svarið hiklaust nei. Beinþynning er enn í dag vangreint og mjög algengt heilsufarsvandamál með þjáningarfullum og mjög kostnaðarsömum afleiðingum fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Í dag, 20. október er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Margt hefur verið gert vel, samanber verkefnið Grípum brotin, sem Ísland er aðili að og miðar að því að greina beinþynningarbrot og beita annars stigs forvörnum til að minnka líkur á frekari skaða. Bæði einstaklingar og heilbrigðisstarfsfólk mættu þó vera meðvitaðri um þennan sjúkdóm sem auðveldlega má greina snemma og meðhöndla til að koma í veg fyrir eitt eða fleiri brot síðar á ævinni með oft alvarlegum afleiðingum. Gæti verið tímabært fyrir þig eða einhvern þér nákominn að láta meta hvort beinþynning sé til staðar? Höfundur er sérfræðilæknir á innkirtladeild Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Bein eru leiðinleg”, sagði góður starfsbróðir eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða beinþynningu, einn fjölmargra sjúkdóma sem við innkirtlalæknar fáumst við. Ég var honum að mörgu leyti sammála, enda hafði ég þá ekki kynnt mér beinþynningu eða beinasjúkdóma almennt mjög ítarlega. Nú mörgum árum síðar tel ég beinþynningu sérlega áhugaverðan sjúkdóm og jafnvel eitt af stærri lýðheilsuvandamálum samtímans. En hvers vegna er tilefni einmitt nú að velta vöngum yfir beinþynningu frekar en mörgum öðrum brýnum heilsufarsvandamálum? Í dag, 20. október, er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Af því tilefni er vert að velta upp mjög algengu vandamáli sem oft á tíðum hefur verið vangreint og lítið rætt. Beinin eru undirstaða stoðkerfisins og líkamans alls. Sterk bein eru því að mörgu leyti undirstaðan sem við byggjum heilsu okkar á. Beinþynning er sjúkdómur sem helst leggst á fólk eftir fimmtugt og veldur beintapi umfram beinnýmyndun sem gerir beinin líklegri til að brotna undan álagi. Eins og á hinum Norðurlöndunum er beinþynning algeng á Íslandi samanborið við flest önnur lönd. Um ein af hverjum tveimur til þremur konum fær beinþynningarbrot einhvern tímann á ævinni og um einn af hverjum fimm körlum. Algengi beinþynningar eftir fimmtugt er um 21% meðal kvenna en rúmlega 6% hjá körlum. Algengustu beinþynningarbrotin eru mjaðmarbrot, framhandleggsbrot og brot á hryggjarliðum, kölluð samfallsbrot. Samanlögð ævilöng áhætta á þessum þremur brotum er um 40%, álíka og algengi kransæðasjúkdóma. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir 3-4 þúsund beinþynningar brotum á Íslandi á ári. Því miður er beinþynning bæði vangreind og mjög kostnaðarsöm í meðferð, eftir að brot á sér stað. Álitið er að aðeins eitt af hverjum þremur samfallsbrotum í hrygg greinist. Um 71% kvenna með beinþynningu fá ekki meðferð. Jafnvel þó beinþynningarbrot sjáist (oft fyrir tilviljun) á röntgenmynd af hrygg er býsna algengt að viðeigandi meðferð við beinþynningu sé ekki hafin. Afleiðingar beinþynningarbrota eru þó ekki aðeins verkir og fjarvera frá vinnu eða félagslífi heldur oft einnig viðvarandi færniskerðing, ótímabær flutningur á hjúkrunarheimili eða jafnvel dauði. Eftir hvert beinþynningarbrot aukast verulega líkur á öðru broti. Mjaðmarbrot þarfnast skurðaðgerðar og eru ásamt samfallsbrotum á hrygg bæði dýr í meðferð og umönnun og valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið með oft langri sjúkrahúslegu og jafnvel endurhæfingu. Árið 2019 var beinn kostnaður við beinþynningarbrot í Evrulöndunum 27 auk Sviss og Bretlands metinn vera 57 milljarðar evra, eða ríflega átta þúsund milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar var kostnaður af mati og lyfjameðferð við beinþynningu einungis 1,6 milljarður evra. Beinþynning er oftast frumkomin, þ.e. án þess að undirliggjandi sjúkdómur sé til staðar. Beintap byrjar gjarnan hjá konum eftir breytingaskeið en gerist að jafnaði um 10 árum síðar hjá körlum. Í sumum tilvikum valda ákveðnir sjúkdómar eða lyf beinþynningu, til dæmis testósterónskortur hjá körlum, ofvirkur skjaldkirtill, liðagigt eða langvarandi meðferð með bólgueyðandi sterum. Eins virðist beinþynning oft liggja í ættum. Greining á beinþynningu er einföld myndgreiningarrannsókn sem tekur nokkrar mínútur. Á Íslandi er nú ágætt aðgengi að beinþéttni mælitækjum, en tvö tæki eru staðsett á göngudeild innkirtla á Landspítalanum þar sem sjálfvirkt svar fæst oftast samstundis. Fleiri tæki eru á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri. Á svæðum þar sem aðgengi að beinþéttnimælingu er ekki eins gott má í sumum tilvikum notast við reiknivél (FRAX) sem er einnig stöðluð fyrir Ísland. Ef áhætta á beinþynningarbroti er þar metin lág þarf jafnvel ekki að fá beinþéttnimælingu í framhaldinu. Lyfjameðferð við beinþynningu minnkar líkurnar á beinþynningarbroti í hrygg frá um 56% og upp yfir 70% eftir því hvaða lyf er notað. Árangur lyfjanna til að koma í veg fyrir brot í mjöðm og framhandlegg er þó ekki eins góður þar sem þá á sér stað fall sem lyfið eðlilega getur ekki komið í veg fyrir. Í þessu samhengi skipta byltuvarnir og sjúkraþjálfun einnig miklu máli til að draga úr líkum á byltum og aukinni áhættu á brotum. Ný og að því er virðast enn öflugri lyf við alvarlegri beinþynningu hafa verið þróuð og verða vonandi einnig aðgengileg á Íslandi innan skamms. En eru bein og beinþynning leiðinleg? Ef ég ætti þetta samtal við starfsbróður minn í dag væri svarið hiklaust nei. Beinþynning er enn í dag vangreint og mjög algengt heilsufarsvandamál með þjáningarfullum og mjög kostnaðarsömum afleiðingum fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Í dag, 20. október er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Margt hefur verið gert vel, samanber verkefnið Grípum brotin, sem Ísland er aðili að og miðar að því að greina beinþynningarbrot og beita annars stigs forvörnum til að minnka líkur á frekari skaða. Bæði einstaklingar og heilbrigðisstarfsfólk mættu þó vera meðvitaðri um þennan sjúkdóm sem auðveldlega má greina snemma og meðhöndla til að koma í veg fyrir eitt eða fleiri brot síðar á ævinni með oft alvarlegum afleiðingum. Gæti verið tímabært fyrir þig eða einhvern þér nákominn að láta meta hvort beinþynning sé til staðar? Höfundur er sérfræðilæknir á innkirtladeild Landspítalans.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar