Hömlulaus og hamingjusamur í kvenmannsklæðum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. október 2022 20:05 Friðrik Ómar var gestur í mprgunþætti Bakarísins á Bylgjunni um helgina þar sem hann ræddi um dragið og komandi jólavertíð. „Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. Sagan á bak við nafnið Hann segir einhverja töfra vera við dragið, eitthvað frelsi sem ekki sé hægt að lýsa fyllilega með orðum. Nafnið sem Friðrik hefur valið sér sem dragdrottning er Hafdís Alda og það á sér nokkuð skemmtilega sögu. Ef ég hefði fæðst sem stúlka, sem munaði nú ekki miklu, þá átti ég að heita Hafdís Alda, segir Friðrik og hlær. Faðir Friðriks, Hjörleifur, á heiðurinn af nafninu. Nafnið valdi hann vegna þess að það átti að minna hann á hafið. Hafið sem hann saknaði og sá ekki frá heimili þeirra á sveitabænum. Friðrik segir föður sinn hafa verið mikinn áhugamann bæði um skák og skemmtanabransann sem varð svo innblásturinn í nafnavalið ef barnið yrði drengur. Og drengur var það heillin. „Þannig að hann skýrði mig í höfuðið á Friðriki Ólafssyni skákmeistara og Ómari Ragnarssyni,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Leyfir sér að dansa á línunni Hafdís Alda er, að sögn Friðriks, ákveðin með eindæmum, hömlulaus og ansi kjaftfor. Hann segir það í raun stóran hluta af sjálfri skemmtuninni við dragið að geta dansað vel á línunni. Leyft sér að vera hömlulaus og látið allt gossa. Viðtalið við Friðrik Ómar má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fékk Jógvan með sér á hælana Friðrik og Jógvan Hansen hafa í gegnum tíðina skemmt mikið saman, bæði á ýmiss konar tónlistarviðburðum sem og í veislustjórn. Friðrik segist loks hafa náð að sannfæra Jógvan í að koma með sér í dragið og hafa þeir félagar nú í nægu að snúast að taka að sér veislustjórn sem kjaftforar drottningar í háum hælum. Það er bara búið að vera brjálað að gera, þetta hefur gefist ótrúlega vel. Það er svo mikil gleði sem tengist því að koma fram í dragi. View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Friðrik lýsir því hvernig það hafi verið að sjá Jógvan í fyrsta skipti í dragi og segir hann samband þeirra breytast á skemmtilegan hátt þegar varaliturinn er kominn á. „Ég var búinn að vara hann við og segja við hann; Jógvan, þú átt eftir að upplifa þig sem eitthvað annað þegar þú horfir á þig í spegli. Það var svo fyndið að sjá hann hreyfa sig svona mjúklega og hann dansaði bara eitthvað svo allt öðruvísi. Kemistríið verður svona… Þröskuldurinn er lágur, við leyfum okkur meira og megum gera meira.“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Nýtt lag, nýtt jólalag og sextán jólatónleikar Stærsta vertíð tónlistarfólks, jólavertíðin, nálgast nú óðfluga og er að sjálfsögðu nóg framundan hjá Friðriki í þeim málum. Ég verð með sextán jólatónleika í desember. Fimm á Akureyri og ellefu í Salnum í Kópavogi og þetta er búið að vera algjört ævintýri. Hann segir Íslendinga greinilega vel þyrsta í tónleikahald um hátíðarnar og bætti hann því nýverið við elleftu tónleikunum. Ný jólalög séu í bígerð og fólk geti búist við hressum nýjum jólasmellum frá honum þetta árið. Einhleypur og elskar fyrir hádegi Nýtt lag Friðriks heitir Ég elska þig mest á morgnana og kom út á streymisveitum þann 4. október síðastliðinn. Aðspurður út í titilinn, segir hann: „Ég var að fara frá því að spyrja mig að því „Hvað ef ég get ekki elskað?" í það að gefa mig fyrir hádegi núna.“ Friðrik er í dag einhleypur en rúm fimm ár eru síðan hann var síðast í ástarsambandi. Hann segist sáttur í sínu skinni en lokar ekki á það að finna ástina. Maður fer fyrst eftir svona sambandsslit í að finnast eitthvað vanta rosalega mikið en svo sest maður einhvern veginn niður og mér finnst þetta voðalega næs bara í dag. Morgunþættirnir Bakaríið eru á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt (15. október) í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Næturlíf Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Sagan á bak við nafnið Hann segir einhverja töfra vera við dragið, eitthvað frelsi sem ekki sé hægt að lýsa fyllilega með orðum. Nafnið sem Friðrik hefur valið sér sem dragdrottning er Hafdís Alda og það á sér nokkuð skemmtilega sögu. Ef ég hefði fæðst sem stúlka, sem munaði nú ekki miklu, þá átti ég að heita Hafdís Alda, segir Friðrik og hlær. Faðir Friðriks, Hjörleifur, á heiðurinn af nafninu. Nafnið valdi hann vegna þess að það átti að minna hann á hafið. Hafið sem hann saknaði og sá ekki frá heimili þeirra á sveitabænum. Friðrik segir föður sinn hafa verið mikinn áhugamann bæði um skák og skemmtanabransann sem varð svo innblásturinn í nafnavalið ef barnið yrði drengur. Og drengur var það heillin. „Þannig að hann skýrði mig í höfuðið á Friðriki Ólafssyni skákmeistara og Ómari Ragnarssyni,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Leyfir sér að dansa á línunni Hafdís Alda er, að sögn Friðriks, ákveðin með eindæmum, hömlulaus og ansi kjaftfor. Hann segir það í raun stóran hluta af sjálfri skemmtuninni við dragið að geta dansað vel á línunni. Leyft sér að vera hömlulaus og látið allt gossa. Viðtalið við Friðrik Ómar má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fékk Jógvan með sér á hælana Friðrik og Jógvan Hansen hafa í gegnum tíðina skemmt mikið saman, bæði á ýmiss konar tónlistarviðburðum sem og í veislustjórn. Friðrik segist loks hafa náð að sannfæra Jógvan í að koma með sér í dragið og hafa þeir félagar nú í nægu að snúast að taka að sér veislustjórn sem kjaftforar drottningar í háum hælum. Það er bara búið að vera brjálað að gera, þetta hefur gefist ótrúlega vel. Það er svo mikil gleði sem tengist því að koma fram í dragi. View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Friðrik lýsir því hvernig það hafi verið að sjá Jógvan í fyrsta skipti í dragi og segir hann samband þeirra breytast á skemmtilegan hátt þegar varaliturinn er kominn á. „Ég var búinn að vara hann við og segja við hann; Jógvan, þú átt eftir að upplifa þig sem eitthvað annað þegar þú horfir á þig í spegli. Það var svo fyndið að sjá hann hreyfa sig svona mjúklega og hann dansaði bara eitthvað svo allt öðruvísi. Kemistríið verður svona… Þröskuldurinn er lágur, við leyfum okkur meira og megum gera meira.“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Nýtt lag, nýtt jólalag og sextán jólatónleikar Stærsta vertíð tónlistarfólks, jólavertíðin, nálgast nú óðfluga og er að sjálfsögðu nóg framundan hjá Friðriki í þeim málum. Ég verð með sextán jólatónleika í desember. Fimm á Akureyri og ellefu í Salnum í Kópavogi og þetta er búið að vera algjört ævintýri. Hann segir Íslendinga greinilega vel þyrsta í tónleikahald um hátíðarnar og bætti hann því nýverið við elleftu tónleikunum. Ný jólalög séu í bígerð og fólk geti búist við hressum nýjum jólasmellum frá honum þetta árið. Einhleypur og elskar fyrir hádegi Nýtt lag Friðriks heitir Ég elska þig mest á morgnana og kom út á streymisveitum þann 4. október síðastliðinn. Aðspurður út í titilinn, segir hann: „Ég var að fara frá því að spyrja mig að því „Hvað ef ég get ekki elskað?" í það að gefa mig fyrir hádegi núna.“ Friðrik er í dag einhleypur en rúm fimm ár eru síðan hann var síðast í ástarsambandi. Hann segist sáttur í sínu skinni en lokar ekki á það að finna ástina. Maður fer fyrst eftir svona sambandsslit í að finnast eitthvað vanta rosalega mikið en svo sest maður einhvern veginn niður og mér finnst þetta voðalega næs bara í dag. Morgunþættirnir Bakaríið eru á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt (15. október) í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Næturlíf Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira