Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2022 15:43 Sveinn Andri er nýr verjandi annars karlmannsins sem er grunaður um hryðjuverk. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira