Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 06:34 Ekkert lát er á mótmælunum í Íran. EPA/Sedat Suna Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. CNN ræddi við einn lækni í Íran sem starfar ekki á bráðamóttöku heldur er almennur læknir á spítala í landinu. Hann laumar sér oft á bráðamóttökuna til þess að aðstoða þá sem hafa slasast í mótmælum þar í landi eftir að hin 22 ára Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Hún var handtekin fyrir að notast ekki við slæðu á almannafæri. Sár þeirra sem slasast í mótmælunum eru oftar en ekki nokkuð augljós. Skotsár eftir gúmmíkúlur úr byssum lögreglunnar og marblettir eftir kylfur lögreglumanna. Læknirinn sem CNN ræddi við neitar að aðstoða lögreglu við að bera kennsl á þá sem þeir vilja hneppa í varðhald. Með því er hann að leggja líf sitt að veði enda gæti lögreglan allt eins ákveðið að hann sé að fremja glæp með því að aðstoða fólkið. Hann drífur sig alltaf í því að hylja sár þeirra sem koma á bráðamóttökuna til að koma í veg fyrir að lögreglumennirnir geti auðveldlega séð hverjir eru mótmælendur. Þegar læknirinn er ekki á vakt þá er hann sjálfur viðstaddur á mótmælunum til þess að veita fólki skyndihjálp, jafnvel þó að hans eigið líf sé í hættu með því að mæta. Þegar hann er búinn að hlúa að fólkinu á staðnum sendir hann flesta þó á spítalann þar sem kollegar hans taka við þeim. Mikill munur er á tölum látinna eftir því hver greinir frá. Íranskir ríkismiðlar segja sextíu manns hafa látist í tengslum við mótmælin en ýmsir fjölmiðlar heimsins segja töluna vera nær tvö hundruð. Ljóst er að ekkert lát er á mótmælunum. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46 Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. 10. október 2022 16:01 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
CNN ræddi við einn lækni í Íran sem starfar ekki á bráðamóttöku heldur er almennur læknir á spítala í landinu. Hann laumar sér oft á bráðamóttökuna til þess að aðstoða þá sem hafa slasast í mótmælum þar í landi eftir að hin 22 ára Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Hún var handtekin fyrir að notast ekki við slæðu á almannafæri. Sár þeirra sem slasast í mótmælunum eru oftar en ekki nokkuð augljós. Skotsár eftir gúmmíkúlur úr byssum lögreglunnar og marblettir eftir kylfur lögreglumanna. Læknirinn sem CNN ræddi við neitar að aðstoða lögreglu við að bera kennsl á þá sem þeir vilja hneppa í varðhald. Með því er hann að leggja líf sitt að veði enda gæti lögreglan allt eins ákveðið að hann sé að fremja glæp með því að aðstoða fólkið. Hann drífur sig alltaf í því að hylja sár þeirra sem koma á bráðamóttökuna til að koma í veg fyrir að lögreglumennirnir geti auðveldlega séð hverjir eru mótmælendur. Þegar læknirinn er ekki á vakt þá er hann sjálfur viðstaddur á mótmælunum til þess að veita fólki skyndihjálp, jafnvel þó að hans eigið líf sé í hættu með því að mæta. Þegar hann er búinn að hlúa að fólkinu á staðnum sendir hann flesta þó á spítalann þar sem kollegar hans taka við þeim. Mikill munur er á tölum látinna eftir því hver greinir frá. Íranskir ríkismiðlar segja sextíu manns hafa látist í tengslum við mótmælin en ýmsir fjölmiðlar heimsins segja töluna vera nær tvö hundruð. Ljóst er að ekkert lát er á mótmælunum.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46 Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. 10. október 2022 16:01 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40
Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. 10. október 2022 16:01