Frekari merki kólnunar á fasteignamarkaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 07:35 Framboð á íbúðum hefur þrefaldast síðan í febrúar. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna en verulega hefur dregið úr hlutfalli íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í dag. Þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi 44 prósent íbúða í fjölbýli selst yfir ásettu verði, samanborið við 53 prósent í júlí. 42 prósent sérbýla seljast yfir ásettu verði miðað við 48 prósent í júlí. Þegar mest var seldust 70 prósent íbúða í fjölbýli og 60 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var 73,7 milljónir króna en í júní var það 76,4 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seljast að jafnaði á 66 milljónir króna en í sérbýli á 104,4 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána er nú 62.300 krónur fyrir hverjar tíu milljónir sem eru teknar að láni. Fyrra hluta árs 2021 var mánaðarleg greiðslubyrði 37.700 krónur og gerir þetta því 65 prósent hækkun á greiðslubyrði á einu og hálfu ári. Samkvæmt íbúðatalningu HMS og Samtaka iðnaðarins eru 8.113 íbúðir í byggingu á landinu öllu. Í mars á þessu ári voru þær 7.260 talsins og í september í fyrra 6.001 talsins. Aukningin á einu ári er 35,2 prósent. HMS segir þetta vera merki um kólnandi fasteignamarkað og hefur viðsnúningurinn verið nokkuð hraður. Framboð íbúða eykst hratt og fer viðskiptum fækkandi. „Nokkuð ljóst er að það eigi eftir að draga verulega úr verðhækkunum sem hafa einkennt fasteignamarkaðinn á undanförnum árum en óvíst er hvort að fasteignaverð eigi eftir að lækka. Það veltur meðal annars á því að hve miklu leyti heimilin eru tilbúin til að fjármagna sig á verðtryggðum lánum,“ segir í skýrslunni. Framboð á íbúðum hefur þrefaldast frá því í febrúar og aukist um 89 prósent síðan í lok júlí. Neytendur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í dag. Þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi 44 prósent íbúða í fjölbýli selst yfir ásettu verði, samanborið við 53 prósent í júlí. 42 prósent sérbýla seljast yfir ásettu verði miðað við 48 prósent í júlí. Þegar mest var seldust 70 prósent íbúða í fjölbýli og 60 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var 73,7 milljónir króna en í júní var það 76,4 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seljast að jafnaði á 66 milljónir króna en í sérbýli á 104,4 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána er nú 62.300 krónur fyrir hverjar tíu milljónir sem eru teknar að láni. Fyrra hluta árs 2021 var mánaðarleg greiðslubyrði 37.700 krónur og gerir þetta því 65 prósent hækkun á greiðslubyrði á einu og hálfu ári. Samkvæmt íbúðatalningu HMS og Samtaka iðnaðarins eru 8.113 íbúðir í byggingu á landinu öllu. Í mars á þessu ári voru þær 7.260 talsins og í september í fyrra 6.001 talsins. Aukningin á einu ári er 35,2 prósent. HMS segir þetta vera merki um kólnandi fasteignamarkað og hefur viðsnúningurinn verið nokkuð hraður. Framboð íbúða eykst hratt og fer viðskiptum fækkandi. „Nokkuð ljóst er að það eigi eftir að draga verulega úr verðhækkunum sem hafa einkennt fasteignamarkaðinn á undanförnum árum en óvíst er hvort að fasteignaverð eigi eftir að lækka. Það veltur meðal annars á því að hve miklu leyti heimilin eru tilbúin til að fjármagna sig á verðtryggðum lánum,“ segir í skýrslunni. Framboð á íbúðum hefur þrefaldast frá því í febrúar og aukist um 89 prósent síðan í lok júlí.
Neytendur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira