Hvert er eiginlega „pointið“? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 11:31 Fréttamaður spreytti sig á lesfimiprófinu, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Krakkar í Grandaskóla segja prófið ágætlega skemmtilegt - en kvíðavaldandi. Krakkar í fimmta bekk í Grandaskóla segjast alltaf stressuð fyrir leshraðapróf og skilja ekki alveg tilganginn með því að lesa hratt - upphátt. Fréttamaður ræddi við krakkana og þreytti sjálfur hið umdeilda próf. Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01
„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41