Hvert er eiginlega „pointið“? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 11:31 Fréttamaður spreytti sig á lesfimiprófinu, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Krakkar í Grandaskóla segja prófið ágætlega skemmtilegt - en kvíðavaldandi. Krakkar í fimmta bekk í Grandaskóla segjast alltaf stressuð fyrir leshraðapróf og skilja ekki alveg tilganginn með því að lesa hratt - upphátt. Fréttamaður ræddi við krakkana og þreytti sjálfur hið umdeilda próf. Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01
„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41