Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2022 11:46 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54