Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að sunnantil og fyrir norðan orðið vart við minniháttar úrkomu en magnið ætti hvergi að vera mikið. Kólnar í veðri.
„Á morgun verður vindur norðlægari og líkur á smá éljum við norðurströndina, dálítil væta austast, en annars yfirleitt þurrt. Heldur svalara fyrir norðan annars svipað hitastig,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðaustan 3-8 m/s, skýjað og dálítil él við norður- og austurströndina, en skúrir syðst. Annars yfirleitt bjartviðri. Hiti víða 0 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og dálítil væta syðst og á Vestfjörðum. Hiti 1 til 5 stig á Suður- og Vesturlandi, annars við frostmark.
Á sunnudag: Suðaustan 5-13 m/s, hvassast vestast. Lítilsháttar væta, en skýjað og þurrt norðan- og austantil. Hiti 1 til 6 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum. Fremur milt í veðri.