Jón Skaftason nýr stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 12:24 Jón og Rannveig fara fyrir nýrri stjórn Sýnar. Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia Invest, er nýr stjórnarformaður Sýnar. Þrír af fimm stjórnarmönnum eru hluti af hópi einkafjárfesta sem hafa eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hluthafafundur fór fram í morgun. Stjórnina skipa nú auk Jóns þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir. Jón er sem fyrr segir nýr stjórnarformaður og Rannveig var kjörin varaformaður. Gavia Invest, sem Jón fer fyrir, á næststærsta hlutinn í Sýn eða 10,92 prósent. Hópurinn keypti stóran hlut Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra, í fyrirtækinu. Aðeins Gildi lífeyrissjóður á stærri hlut eða 14,03 prósent. Töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafalistann Rannveig Eir og Hilmar Þór Kristinsson, eiginmaður hennar, fjárfestu nýlega fyrir 1,3 milljarð króna í Sýn. Rannveig er forstjóri Reirs Verk í byggingargeiranum sem er sem stendur með yfir 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu eða á teikniborðinu. Boðað var til hluthafafundar hjá Sýn í lok ágúst þar sem Jón, Hilmar Þór og Reynir Grétarsson, stofnandi CreditInfo og stærsti eigandi Gavia Invest, buðu fram krafta sína. Jón var sá eini af þremenningunum sem náði kjöri. Jóhann Hjartarson náði ekki kjöri í stjórn Sýnar í dag. Jóhann er yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og aðrir í stjórn voru auk Jóns þau Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Öll nema Jóhann voru endurkjörin í stjórn. Hluthafarnir voru ekki sáttir við niðurstöðuna og töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. „Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ sagði Hilmar Þór við Vísi. Dró framboð sitt til baka Hluthafarnir gerðu kröfu um annan hluthafafund sem fór fram í morgun. Í aðdraganda hans dró Petrea Ingileif framboð sitt til stjórnar til baka vegna afarkosta sem hún sagði Orkuveitu Reykjavíkur setja eiginmanni hennar. Ný stjórn var svo kjörin í morgun. Jón, Rannveig og Hákon koma úr fyrrnefndum hópi einkafjárfesta sem hafa nýlega eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hákon er fyrrverandi framkvæmdastjóri Credit Info. Páll Gíslason á ekki hlut í Sýn en er forstjóri World Financial Desk LLC og hefur fimmtán ára reynslu af hátíðniviðskiptum á kauphöllum víða um heim. Sesselía er forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Fréttin hefur verið uppfærð. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Stjórnina skipa nú auk Jóns þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir. Jón er sem fyrr segir nýr stjórnarformaður og Rannveig var kjörin varaformaður. Gavia Invest, sem Jón fer fyrir, á næststærsta hlutinn í Sýn eða 10,92 prósent. Hópurinn keypti stóran hlut Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra, í fyrirtækinu. Aðeins Gildi lífeyrissjóður á stærri hlut eða 14,03 prósent. Töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafalistann Rannveig Eir og Hilmar Þór Kristinsson, eiginmaður hennar, fjárfestu nýlega fyrir 1,3 milljarð króna í Sýn. Rannveig er forstjóri Reirs Verk í byggingargeiranum sem er sem stendur með yfir 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu eða á teikniborðinu. Boðað var til hluthafafundar hjá Sýn í lok ágúst þar sem Jón, Hilmar Þór og Reynir Grétarsson, stofnandi CreditInfo og stærsti eigandi Gavia Invest, buðu fram krafta sína. Jón var sá eini af þremenningunum sem náði kjöri. Jóhann Hjartarson náði ekki kjöri í stjórn Sýnar í dag. Jóhann er yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og aðrir í stjórn voru auk Jóns þau Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Öll nema Jóhann voru endurkjörin í stjórn. Hluthafarnir voru ekki sáttir við niðurstöðuna og töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. „Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ sagði Hilmar Þór við Vísi. Dró framboð sitt til baka Hluthafarnir gerðu kröfu um annan hluthafafund sem fór fram í morgun. Í aðdraganda hans dró Petrea Ingileif framboð sitt til stjórnar til baka vegna afarkosta sem hún sagði Orkuveitu Reykjavíkur setja eiginmanni hennar. Ný stjórn var svo kjörin í morgun. Jón, Rannveig og Hákon koma úr fyrrnefndum hópi einkafjárfesta sem hafa nýlega eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hákon er fyrrverandi framkvæmdastjóri Credit Info. Páll Gíslason á ekki hlut í Sýn en er forstjóri World Financial Desk LLC og hefur fimmtán ára reynslu af hátíðniviðskiptum á kauphöllum víða um heim. Sesselía er forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26
Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00