Ástæðan er einföld. Tilboðin eru of lág. Það er ljóst að sjónvarpsstöðvarnar fá ekki kvennafótboltann lengur á einhverju útsöluverði.
Romy Gai, viðskiptastjóri sambandsins, skoraði á sjónvarpsstöðvarnar til að nýta sér tækifærið sem kvennafótboltinn er nú að bjóða upp á.
Fifa chief business officer Romy Gai has called on broadcasters to put forward offers reflective of the growing value of the women s game, with world football s governing body frustrated at how the sales process for the 2023 Women s World Cup is proceeding https://t.co/rgWPzDunPp
— SportBusiness (@SportBusiness) October 20, 2022
1,12 milljarðar manns horfðu á síðasta heimsmeistaramót kvenna árið 2019.
„Þetta snýst ekki um eitthvað verðstríð heldur er þetta aðeins vitnisburður um skort á vilja á þessum sjónvarpsstöðvum til að borga það sem kvennafótboltinn á skilið,“ sagði Romy Gai í viðtali við Bloomberg.
„Áhorfendatölur frá Frakklandi 2019 sýna að það heimsmeistaramót var hvatinn til að kalla fram breytingar á sjónvarpsáhorfi á kvennafótboltann. Við vitum að tækifærið fyrir kvennafótboltann er til staðar og nú er bara að grípa það,“ sagði Gai.
Gai sagði fréttamanni Bloomberg að FIFA hafi hafnað tilboðum frá Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi en það kom ekki fram um hvaða sjónvarpsstöðvar var að ræða.
HM 2023 hefst 29. júlí en dregið verður í riðla á laugardaginn.