Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 16:01 Tom Brady virðist ekki alveg með fulla einbeitingu á lið Tampa Bay Buccaneers þessa dagana og gengi liðsins er eftir því. Getty/Mike Ehrmann Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara. Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjá meira
Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjá meira