„Áfram hef ég trú á þessari þjóð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 20. október 2022 21:45 Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins og Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Stöð 2 Í dag eru liðin tíu ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. Formaður Stjórnarskrárfélagsins efast um að fólki þyki eðlilegt að bíða í tíu ár eftir nýrri stjórnarskrá sem þjóðin hafi samþykkt. Fyrrverandi meðlimur í stjórnlagaráði segir Alþingi ekki hafa virt vilja þjóðarinnar. Afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar var fagnað í dag við Alþingishúsið, boðið var upp á köku og var miðum sem skrifaðir voru á þjóðfundi um nýja stjórnarskrá varpað á Alþingishúsið nú í kvöld. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins segist ekki hafa búist við því að bíða í tíu ár eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu séu virtar. Nauðsynlegt sé að niðurstöður lýðræðislegra kosninga séu virtar, flestir séu á þeirri skoðun að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá. „Hérna erum við tíu árum seinna, mætt á Austurvöll og við verðum hérna tuttugu árum seinna ef þess þarf, við munum ekki gefast upp en þetta er orðið ansi langt það verður að segjast,“ segir Katrín. Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs segir þjóðina ekki hafa brugðist, hún hafi lýst yfir stuðningi við tillögur ráðsins. Það sé Alþingi sem hafi ekki virt vilja þjóðarinnar, það sé alvarlegt. „Áfram hef ég trú á þessari þjóð, að hún muni ekki láta hér við sitja og muni gera það sem að í hennar valdi stendur til þess að þessi draumur okkar um réttlátara Ísland og betra Ísland nái fram að ganga,“ segir Örn. Viðtalið við Katrínu og Örn Bárð má sjá í spilaranum hér að ofan. Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar var fagnað í dag við Alþingishúsið, boðið var upp á köku og var miðum sem skrifaðir voru á þjóðfundi um nýja stjórnarskrá varpað á Alþingishúsið nú í kvöld. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins segist ekki hafa búist við því að bíða í tíu ár eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu séu virtar. Nauðsynlegt sé að niðurstöður lýðræðislegra kosninga séu virtar, flestir séu á þeirri skoðun að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá. „Hérna erum við tíu árum seinna, mætt á Austurvöll og við verðum hérna tuttugu árum seinna ef þess þarf, við munum ekki gefast upp en þetta er orðið ansi langt það verður að segjast,“ segir Katrín. Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs segir þjóðina ekki hafa brugðist, hún hafi lýst yfir stuðningi við tillögur ráðsins. Það sé Alþingi sem hafi ekki virt vilja þjóðarinnar, það sé alvarlegt. „Áfram hef ég trú á þessari þjóð, að hún muni ekki láta hér við sitja og muni gera það sem að í hennar valdi stendur til þess að þessi draumur okkar um réttlátara Ísland og betra Ísland nái fram að ganga,“ segir Örn. Viðtalið við Katrínu og Örn Bárð má sjá í spilaranum hér að ofan.
Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42