Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2022 07:33 Mordaunt, Johnson og Sunak eru þeir kandídatar sem flestir hafa lýst yfir stuðningi við. epa Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. Þeir sem freista þess að hreppa hnossið verða að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 100 þingmanna yfir helgina. Þingmenn munu svo ganga til atkvæðagreiðslu á mánudag. Ef tveir eða mögulega þrír fá yfir 100 atkvæði, fá fullgildir flokksmenn að kjósa í netkosningu í næstu viku. Henni lýkur svo á föstudag. Hér má lesa meira um ferlið. Johnson er sagður eiga raunverulegan möguleika á endurkomu en hann er hins vegar ennþá gríðarlega óvinsæll meðal fjölda þingmanna. Forsætisráðherrann fyrrverandi ku vera fullviss um að hann sé maðurinn til að leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum en aðrir hafa sínar efasemdir, ekki síst þar sem hann sætir enn rannsókn vegna ásakana um að hafa logið af þinginu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í morgun hefur Verkamannaflokkurinn nú 39 prósenta forskot á Íhaldsflokkinn. Ef gengið væri til kosninga í dag myndu 53 prósent kjósa Verkamannaflokkinn en aðeins 14 prósent Íhaldsflokkinn. Um er að ræða verstu útkomu flokksins í sögu skoðanakannana á Bretlandseyjum. Leiðtogar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata hafa kallað eftir því að boðað verði til þingkosninga. Íhaldsflokkurinn sé hreinlega ekki stjórntækur en til viðbótar við forsætisráðherraskiptin hafa gríðarlegar hrókeringar átt sér stað á öðrum ráðherraembættum síðustu misseri. NEW. *The Conservative Party falls to the lowest level of support in British polling history*Labour 53%Conservatives 14%Lib Dems 11%@PeoplePolling Oct 20— Matt Goodwin (@GoodwinMJ) October 21, 2022 Bretland Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þeir sem freista þess að hreppa hnossið verða að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 100 þingmanna yfir helgina. Þingmenn munu svo ganga til atkvæðagreiðslu á mánudag. Ef tveir eða mögulega þrír fá yfir 100 atkvæði, fá fullgildir flokksmenn að kjósa í netkosningu í næstu viku. Henni lýkur svo á föstudag. Hér má lesa meira um ferlið. Johnson er sagður eiga raunverulegan möguleika á endurkomu en hann er hins vegar ennþá gríðarlega óvinsæll meðal fjölda þingmanna. Forsætisráðherrann fyrrverandi ku vera fullviss um að hann sé maðurinn til að leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum en aðrir hafa sínar efasemdir, ekki síst þar sem hann sætir enn rannsókn vegna ásakana um að hafa logið af þinginu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í morgun hefur Verkamannaflokkurinn nú 39 prósenta forskot á Íhaldsflokkinn. Ef gengið væri til kosninga í dag myndu 53 prósent kjósa Verkamannaflokkinn en aðeins 14 prósent Íhaldsflokkinn. Um er að ræða verstu útkomu flokksins í sögu skoðanakannana á Bretlandseyjum. Leiðtogar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata hafa kallað eftir því að boðað verði til þingkosninga. Íhaldsflokkurinn sé hreinlega ekki stjórntækur en til viðbótar við forsætisráðherraskiptin hafa gríðarlegar hrókeringar átt sér stað á öðrum ráðherraembættum síðustu misseri. NEW. *The Conservative Party falls to the lowest level of support in British polling history*Labour 53%Conservatives 14%Lib Dems 11%@PeoplePolling Oct 20— Matt Goodwin (@GoodwinMJ) October 21, 2022
Bretland Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira