Í tilkynningu segir að félagið, sem hafi nýlega verið keypt af Bílaumboðinu Öskju, muni verða sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabifreiðar.
„Þjónustan fer fram hjá Sleggjunni, í húsnæði félagsins bæði í Desjamýri í Mosfellsbæ sem og í Klettagörðum í Reykjavík þar sem einnig er að finna vagnaþjónustu Sleggjunnar.
Eiríkur er menntaður kerfisfræðingur og starfaði lengi í upplýsingatæknigeiranum, en auk þess starfaði hann sem sölustjóri Mercedes-Benz vörubíla hjá Öskju á árunum 2016-2020 og þekkir því vel til á þessum markaði,“ segir í tilkynningunni.