Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 14:50 Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins. EPA Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. Í tilkynningu á Twitter segir Mordaunt að hún vilji sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra sameina landið, standa við gefin loforð flokksins og vinna næstu kosningar. Hún er fyrst til að bjóða sig fram til leiðtoga. I ve been encouraged by support from colleagues who want a fresh start, a united party and leadership in the national interest.I m running to be the leader of the Conservative Party and your Prime Minister - to unite our country, deliver our pledges and win the next GE.#PM4PM pic.twitter.com/MM0NTHJ5lH— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 21, 2022 Liz Truss tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsmanna og þar með forsætisráðherra eftir einungis um 45 daga í embætti. Hún varð þá sá forsætisráðherra landsins sem skemmst hefur setið í embætti. Einnig var tilkynnt að nýr leiðtogi verði kjörinn í næstu viku. Hinn 49 ára Mordaunt hefur gegnt stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins í neðri deild breska þingsins síðan í september. Hún hefur setið á þingi síðan 2010 og gegnt embætti ráðherra varnarmála, þróunarsamvinnu og jafnréttismála. Einnig er taldar líkur á að fjármálaráðherrann fyrrverandi Rishi Sunak og Boris Johnson, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, kunni að bjóða sig fram til leiðtoga. Bretland Tengdar fréttir Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Í tilkynningu á Twitter segir Mordaunt að hún vilji sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra sameina landið, standa við gefin loforð flokksins og vinna næstu kosningar. Hún er fyrst til að bjóða sig fram til leiðtoga. I ve been encouraged by support from colleagues who want a fresh start, a united party and leadership in the national interest.I m running to be the leader of the Conservative Party and your Prime Minister - to unite our country, deliver our pledges and win the next GE.#PM4PM pic.twitter.com/MM0NTHJ5lH— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 21, 2022 Liz Truss tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsmanna og þar með forsætisráðherra eftir einungis um 45 daga í embætti. Hún varð þá sá forsætisráðherra landsins sem skemmst hefur setið í embætti. Einnig var tilkynnt að nýr leiðtogi verði kjörinn í næstu viku. Hinn 49 ára Mordaunt hefur gegnt stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins í neðri deild breska þingsins síðan í september. Hún hefur setið á þingi síðan 2010 og gegnt embætti ráðherra varnarmála, þróunarsamvinnu og jafnréttismála. Einnig er taldar líkur á að fjármálaráðherrann fyrrverandi Rishi Sunak og Boris Johnson, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, kunni að bjóða sig fram til leiðtoga.
Bretland Tengdar fréttir Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10
Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20
Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08