Kornbóndi ræktar hveiti á Suðurlandi með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2022 20:04 Björgvin Þór er öflugur kornbóndi og svínaræktandi. Hér stendur hann í hveitiakri í Gunnarsholti. Kornbóndi á Suðurlandi er nú að rækta hveiti á 43 hekturum lands með góðum árangri. Hveitið notar hann í fóður fyrir svínin sín. Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira