Mbappe kom PSG yfir á 24. mínútu leiksins eftir stoðsendingu Messi og PSG leiddi með einu marki í hálfleik.
Á 78. mínútu skoraði Messi annað mark leiksins, þá eftir undirbúning Mbappe. Dæmið snerist svo aftur við á 82. mínútu þegar Messi lagði öðru sinni upp mark á Mbappe og þriggja marka sigur PSG varð að staðreynd.
Paris Saint-Germain bætir í forskot sitt á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðið er áfram ósigrað eftir fyrstu 12. umferðarinnar. PSG er með 32 stig, sex stigum á undan Lorient þegar Lorient á þó einn leik til góða á PSG. Ajaccio er á sama tíma í fallsvæðinu, með 8 stig í 18. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.