Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 22:40 Magnus Carlsen mætir hingað til lands til að keppa í Fischerskákmóti. Heimir Már ræddi við formann Skáksambandsins á sögufrægum slóðum. vísir/arnar Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum, Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum,
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46