Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 22:40 Magnus Carlsen mætir hingað til lands til að keppa í Fischerskákmóti. Heimir Már ræddi við formann Skáksambandsins á sögufrægum slóðum. vísir/arnar Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum, Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum,
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46