Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 09:51 Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands. Kristinn Ingvarsson Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. Þetta kemur fram í viðtali við Önnu Dóru í helgarblaði Fréttablaðsins. Ólga innan Ferðafélagsins Ásakanir hafa gengið á víxl á milli Önnu og stjórnar Ferðafélags Íslands eftir að hún sagði af sér sem forseti félagsins í síðasta mánuði. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður, hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti FÍ, sakaði Önnu Dóru á móti um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hafa reynt að skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Ýjaði hún að því að Anna Dóra hefði sagt af sér vegna yfirvofandi vantrauststillögu stjórnar á hana. Samskiptavandi hafi verið tilkominn vegna stjórnunarhátta Önnur Dóru. Segir engan vilja innan stjórnar til að taka á málunum Í viðtalinu í Fréttablaðinu fer Anna Dóra yfir sína hlið málsins þar sem hún lýsir erfiðu sambandi við Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra félagsins og stjórn félagsins. Lítill vilji hafi verið á því að taka á málum sem tengdust kynferðislegu ofbeldi eða áreitni innan félagsins. „Þá áttaði ég mig á því að allt sem færi á milli mín og framkvæmdastjórans læki beint til stjórnar og það væri enginn vilji innan stjórnar til að taka á málum af þessum toga, alla vega ekki ef stjórnarfólk þekkti viðkomandi einstakling.“ er haft eftir Önnu Dóru í viðtalinu. Í viðtalinu kemur einnig fram að Anna Dóra að þau málefni sem hún hafi tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, hafi greinilega eingöngu verið toppurinn á ísjakanum. „Þau málefni sem ég hafði tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, voru greinilega bara toppurinn á ísjakanum. Það hafa konur haft samband við mig sem hafa lent í slíku, sumar létu félagið vita án þess að tekið væri á því en aðrar treystu sér ekki. Málin eru mikið fleiri en ég hafði grun um og sömu nöfnin dúkka upp aftur og aftur.“ Lesa má helgarviðtal Fréttablaðsins hér. Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Félagasamtök Ferðalög Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Önnu Dóru í helgarblaði Fréttablaðsins. Ólga innan Ferðafélagsins Ásakanir hafa gengið á víxl á milli Önnu og stjórnar Ferðafélags Íslands eftir að hún sagði af sér sem forseti félagsins í síðasta mánuði. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður, hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti FÍ, sakaði Önnu Dóru á móti um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hafa reynt að skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Ýjaði hún að því að Anna Dóra hefði sagt af sér vegna yfirvofandi vantrauststillögu stjórnar á hana. Samskiptavandi hafi verið tilkominn vegna stjórnunarhátta Önnur Dóru. Segir engan vilja innan stjórnar til að taka á málunum Í viðtalinu í Fréttablaðinu fer Anna Dóra yfir sína hlið málsins þar sem hún lýsir erfiðu sambandi við Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra félagsins og stjórn félagsins. Lítill vilji hafi verið á því að taka á málum sem tengdust kynferðislegu ofbeldi eða áreitni innan félagsins. „Þá áttaði ég mig á því að allt sem færi á milli mín og framkvæmdastjórans læki beint til stjórnar og það væri enginn vilji innan stjórnar til að taka á málum af þessum toga, alla vega ekki ef stjórnarfólk þekkti viðkomandi einstakling.“ er haft eftir Önnu Dóru í viðtalinu. Í viðtalinu kemur einnig fram að Anna Dóra að þau málefni sem hún hafi tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, hafi greinilega eingöngu verið toppurinn á ísjakanum. „Þau málefni sem ég hafði tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, voru greinilega bara toppurinn á ísjakanum. Það hafa konur haft samband við mig sem hafa lent í slíku, sumar létu félagið vita án þess að tekið væri á því en aðrar treystu sér ekki. Málin eru mikið fleiri en ég hafði grun um og sömu nöfnin dúkka upp aftur og aftur.“ Lesa má helgarviðtal Fréttablaðsins hér.
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Félagasamtök Ferðalög Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira