Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 09:51 Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands. Kristinn Ingvarsson Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. Þetta kemur fram í viðtali við Önnu Dóru í helgarblaði Fréttablaðsins. Ólga innan Ferðafélagsins Ásakanir hafa gengið á víxl á milli Önnu og stjórnar Ferðafélags Íslands eftir að hún sagði af sér sem forseti félagsins í síðasta mánuði. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður, hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti FÍ, sakaði Önnu Dóru á móti um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hafa reynt að skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Ýjaði hún að því að Anna Dóra hefði sagt af sér vegna yfirvofandi vantrauststillögu stjórnar á hana. Samskiptavandi hafi verið tilkominn vegna stjórnunarhátta Önnur Dóru. Segir engan vilja innan stjórnar til að taka á málunum Í viðtalinu í Fréttablaðinu fer Anna Dóra yfir sína hlið málsins þar sem hún lýsir erfiðu sambandi við Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra félagsins og stjórn félagsins. Lítill vilji hafi verið á því að taka á málum sem tengdust kynferðislegu ofbeldi eða áreitni innan félagsins. „Þá áttaði ég mig á því að allt sem færi á milli mín og framkvæmdastjórans læki beint til stjórnar og það væri enginn vilji innan stjórnar til að taka á málum af þessum toga, alla vega ekki ef stjórnarfólk þekkti viðkomandi einstakling.“ er haft eftir Önnu Dóru í viðtalinu. Í viðtalinu kemur einnig fram að Anna Dóra að þau málefni sem hún hafi tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, hafi greinilega eingöngu verið toppurinn á ísjakanum. „Þau málefni sem ég hafði tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, voru greinilega bara toppurinn á ísjakanum. Það hafa konur haft samband við mig sem hafa lent í slíku, sumar létu félagið vita án þess að tekið væri á því en aðrar treystu sér ekki. Málin eru mikið fleiri en ég hafði grun um og sömu nöfnin dúkka upp aftur og aftur.“ Lesa má helgarviðtal Fréttablaðsins hér. Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Félagasamtök Ferðalög Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Önnu Dóru í helgarblaði Fréttablaðsins. Ólga innan Ferðafélagsins Ásakanir hafa gengið á víxl á milli Önnu og stjórnar Ferðafélags Íslands eftir að hún sagði af sér sem forseti félagsins í síðasta mánuði. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður, hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti FÍ, sakaði Önnu Dóru á móti um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hafa reynt að skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Ýjaði hún að því að Anna Dóra hefði sagt af sér vegna yfirvofandi vantrauststillögu stjórnar á hana. Samskiptavandi hafi verið tilkominn vegna stjórnunarhátta Önnur Dóru. Segir engan vilja innan stjórnar til að taka á málunum Í viðtalinu í Fréttablaðinu fer Anna Dóra yfir sína hlið málsins þar sem hún lýsir erfiðu sambandi við Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra félagsins og stjórn félagsins. Lítill vilji hafi verið á því að taka á málum sem tengdust kynferðislegu ofbeldi eða áreitni innan félagsins. „Þá áttaði ég mig á því að allt sem færi á milli mín og framkvæmdastjórans læki beint til stjórnar og það væri enginn vilji innan stjórnar til að taka á málum af þessum toga, alla vega ekki ef stjórnarfólk þekkti viðkomandi einstakling.“ er haft eftir Önnu Dóru í viðtalinu. Í viðtalinu kemur einnig fram að Anna Dóra að þau málefni sem hún hafi tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, hafi greinilega eingöngu verið toppurinn á ísjakanum. „Þau málefni sem ég hafði tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, voru greinilega bara toppurinn á ísjakanum. Það hafa konur haft samband við mig sem hafa lent í slíku, sumar létu félagið vita án þess að tekið væri á því en aðrar treystu sér ekki. Málin eru mikið fleiri en ég hafði grun um og sömu nöfnin dúkka upp aftur og aftur.“ Lesa má helgarviðtal Fréttablaðsins hér.
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Félagasamtök Ferðalög Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira